Viðskipti erlent

Saab á leið í svaðið

Spyker eigandi sænska bílaframleiðendans Saab hefur tilkynnt að kínverskur stórfjárfestir hafi hætt við að setja nýtt fjármagn inn í Saab. Þar með virðast dagar Saab vera taldir.

Kínverski fjárfestirinn Hawtais átti að leggja fjármagnið til í upphafi þessa mánaðar. Um var að ræða upphæð sem samsvarar um 20 milljörðum kr.

Talsmaður Spyker segir að þeir hafi enn ekki gefist upp á að bjarga rekstri Saab. Í sænskum fjölmiðlum segir hinsvegar að Spyker hafi fá eða engin spil á hendinni til þessa. Helst er litið til lánsumsóknar Saab til Evrópska fjárfestingarbankans en lánið yrði fjármagnað með sölu á hlutum í Saab. Þetta þykir þó vera skammtímalausn.

Fjárfestar voru fljótir að bregðast við tíðindunum og hafa hlutir í Spyker fallið um 7% í morgun í kauphöllinni í Amsterdam.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×