Viðskipti erlent

Norrænt hamborgarastríð í uppsiglingu

Það stefnir í norrænt hamborgarastríð eftir að sænska hamborgarkeðjan Max lýsti því yfir að hún ætlaði í harða samkeppni við Burger King og McDonalds í Noregi.

Max ætlar að opna hamborgarstað í Osló og í 50 öðrum borgum og bæjum í Noregi á næstunni. Samkvæmt fréttum í norskum fjölmiðlum býst Max við að selja hamborgar fyrir milljarða króna í Noregi.

Max var fyrsta sænska hamborgarakeðjan en hún var stofnuð árið 1968. McDonalds kom fyrst til Svíþjóðar fimm árum seinna.

Í Svíþjóð veltir Max 1,5 milljörðum sænskra kr. árlega og er með 3.000 starfsmenn í vinnu. Hamborgarakeðjan hefur oft unnið til verðlauna fyrir góða þjónustu á undanförnum níu árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×