Áttundi hver Íslendingur situr í stjórn fyrirtækis 11. maí 2011 19:06 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Samkvæmt upplýsingum frá Creditinfo sitja um 39.500 einstaklingar í stjórnum íslenskra fyrirtækja sem stjórnarformenn eða meðstjórnendur. Þetta samsvarar 12,5% af allri þjóðinni. Upplýsingarnar koma fram í nýrri skoðun Viðskiptaráðs sem birt var á vefsíðu ráðsins í morgun. Þar segir að þessir tæplega 40 þúsund einstaklingar skapa atvinnu fyrir sjálfa sig og aðra sem vinnuveitendur, en þeir 125 þúsund starfsmenn sem vinna hjá íslenskum fyrirtækjum skapa verðmæti í formi vöru eða þjónustu og í formi arðs fyrir þá sem hætta fjármunum sínum til atvinnurekstrar. Um leið bæta þeir eigin lífsgæði og annarra. Viðskiptaráð tekur fram að samkvæmt fyrirtækjaskrá eru starfrækt 32.500 fyrirtæki en af þeim áætlar Creditinfo að um 14.500 séu virk. Í þessum fyrirtækjum starfa um 125 þúsund manns á almennum vinnumarkaði auk umtalsverðs fjölda erlendis. Þær greinar atvinnulífsins sem veita flestum atvinnu eru verslun og viðgerða-þjónusta með ríflega 21 þúsund ársverk auk iðnaðar og annarrar þjónustu, en hvor grein um sig telur ríflega 16 þúsund ársverk. Þá segir í skoðuninni: „Í umfjöllun um atvinnulíf og vinnumarkað ber um of á þeim misskilningi að um tvo aðskilda hópa sé að ræða, fyrirtæki og heimili. Það blasir hinsvegar við að hagsmunir atvinnulífs eru samtvinnaðir hagsmunum heimila. Heimilin þurfa á atvinnu að halda og fyrirtækin, sem ekki verða starfrækt án fjármagns, mannauðs og neyslu, þurfa á heimilunum að halda. Í raun sameinar atvinnulífið tvo hópa, launþega og atvinnurekendur, sem reyndar skarast verulega þar sem sami einstaklingur tilheyrir gjarnan báðum hópum. Á þessu samspili hvílir svo rekstur hins opinbera.“ Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Creditinfo sitja um 39.500 einstaklingar í stjórnum íslenskra fyrirtækja sem stjórnarformenn eða meðstjórnendur. Þetta samsvarar 12,5% af allri þjóðinni. Upplýsingarnar koma fram í nýrri skoðun Viðskiptaráðs sem birt var á vefsíðu ráðsins í morgun. Þar segir að þessir tæplega 40 þúsund einstaklingar skapa atvinnu fyrir sjálfa sig og aðra sem vinnuveitendur, en þeir 125 þúsund starfsmenn sem vinna hjá íslenskum fyrirtækjum skapa verðmæti í formi vöru eða þjónustu og í formi arðs fyrir þá sem hætta fjármunum sínum til atvinnurekstrar. Um leið bæta þeir eigin lífsgæði og annarra. Viðskiptaráð tekur fram að samkvæmt fyrirtækjaskrá eru starfrækt 32.500 fyrirtæki en af þeim áætlar Creditinfo að um 14.500 séu virk. Í þessum fyrirtækjum starfa um 125 þúsund manns á almennum vinnumarkaði auk umtalsverðs fjölda erlendis. Þær greinar atvinnulífsins sem veita flestum atvinnu eru verslun og viðgerða-þjónusta með ríflega 21 þúsund ársverk auk iðnaðar og annarrar þjónustu, en hvor grein um sig telur ríflega 16 þúsund ársverk. Þá segir í skoðuninni: „Í umfjöllun um atvinnulíf og vinnumarkað ber um of á þeim misskilningi að um tvo aðskilda hópa sé að ræða, fyrirtæki og heimili. Það blasir hinsvegar við að hagsmunir atvinnulífs eru samtvinnaðir hagsmunum heimila. Heimilin þurfa á atvinnu að halda og fyrirtækin, sem ekki verða starfrækt án fjármagns, mannauðs og neyslu, þurfa á heimilunum að halda. Í raun sameinar atvinnulífið tvo hópa, launþega og atvinnurekendur, sem reyndar skarast verulega þar sem sami einstaklingur tilheyrir gjarnan báðum hópum. Á þessu samspili hvílir svo rekstur hins opinbera.“
Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira