Viðskipti erlent

Sjórán kosta skipafélög 1.400 milljarða

Sómalskir sjóræningjar kostuðu skipafélög heimsins 12 milljarða dollara eða tæpa 1.400 milljarða kr. á síðasta ári. Þetta segir æðsti yfirmaður alþjóðalögreglunnar Interpol.

Fjallað er um málið á Bloomberg fréttaveitunni. Kostnaður skipafélaganna liggur í lausnargjaldi fyrir áhafnir og farþegar, hærri tryggingagjöldum og lengri/breyttum siglingaleiðum. Þetta kom fram í máli Khoo Boon Hui æðsta yfirmanns Interpol á ráðstefnu sem nú stendur yfir á Möltu.

Stærsta gámaflutningafélag heimsins, Mærsk í Danmörku, þarf að taka á sig kostnaðaraukningu sem nemur ekki minna en 100 milljónum dollara á ári vegna starfsemi sjóræningjanna eins og áður hefur komið fram í frétt á visir.is.


Tengdar fréttir

Sjóræningjar kosta Mærsk um 20 milljarða í ár

Allt bendir til þess að sjóræningjastarfsemi undan ströndum Sómalíu muni kosta danska skipafélagið Mærsk hátt í 200 milljónir dollara, eða um 20 milljarða kr. í ár. Þetta er tvöfalt hærri upphæð en Mærsk þurfti að greiða vegna sjóræningja á síðasta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×