Viðskipti erlent

Slegist um hluti í gjaldþrota dönskum banka

Slegist er um hluti í eignarhaldsfélagi hins gjaldþrota banka Bonusbanken í kauphöllinni í Kaupmannahöfn. Tískuhúsið DK Company hóf að bjóða í hlutina á mánudaginn var en nú er fataframleiðandinn Smartguy farinn að kaupa hlutina og yfirbýður tískuhúsið.

Áður en DK Company fór að kaupa hlutina í eignarhaldsfélaginu Holdingselskabet af 1958 voru þeir skráðir á 10 aura danska stykkið. DK Company bauð 25 aura og í dag er Smartguy að bjóða 30 aura. Hlutirnir hafa sum sé hækkað um 200% á þremur dögum.

Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að s.l. föstudag hafi veltan með hluti í Holdingselskabet af 1958 numið 400 dönskum kr. yfir daginn. Fyrir hádegi í dag er veltan orðin 85.000 danskar kr.

Í frétt um málið á visir.is í gærdag kom fram að DK Company væri á höttunum eftir kauphallarskráningu Bonusbanken sem enn er í gildi en töluvert fé kostar að skrá sig í kauphöllina í Kaupmannahöfn.


Tengdar fréttir

Tískuhús vill kaupa gjaldþrota banka

Hlutabréf í eignarhaldsfélaginu Holdingselskabet af 1958 hafa átt rjómadag í kauphöllinni í Kaupmannahöfn en þau hafa hækkað um 150% í verði frá því í morgun. Ástæðan er að tískuhúsið DK Company vill kaupa eina af eignum félagsins sem er hinn gjaldþrota banki Bonusbanken.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×