Erlent

Kenickie úr Grease er látinn

JHH skrifar
Jeff Conaway lést í gær. Mynd/afp.
Jeff Conaway lést í gær. Mynd/afp.
Einn leikaranna úr einni frægustu söngvamynd allra tíma, Grease, er látinn. Leikarinn, sem heitir Jeff Conaway, lék Kenickie, vin Dannys Zukoks, í myndinni. Hann lést á spítala í Kalíforníu í gær, sextugur að aldri.

Daily Telegraph segir að Conaway hafi verið lagður inn á spítala fyrr í mánuðinum eftir að hann fannst meðvitundarlaus á heimili sínu í Los Angeles.

Aðalstjarnan úr Grease, John Travolta, sagði í fréttatilkynningu sem birtist víða um heim í dag að hann myndi sakna Conaway.

Hér getur þú séð Conaway í þekktasta hlutverki sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×