Innlent

Starfsmaður Hrafnistu hafnar ásökunum um lyfjastuld

Starfsmaður Hrafnistu, sem er sagður hafa stolið lyfjum af elliheimilinu, hefur ekki viðurkennt þjófnaðinn eins og kom fram í kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi heldur þvert á móti hafnað ásökunum þar um.

Lögmaður starfsmannsins segir að umræddur starfsmaður hafi frá upphafi sýnt samstarfsvilja og heimilaði umsvifalaust leit á heimili sínu. Á heimilinu hafi engin lyf fundist þrátt fyrir ítarlega leit.

Í tilkynningu, sem lögmaðurinn sendi fjölmiðlum, segir að þrátt fyri ítarlega leit og rannsóknir hafi lögregla engin gögn í höndunum sem renna stoðum undir ásaknir á hendur viðkomandi starfsmanni.

Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, sagði í tilkynningu í gærkvöldi að konan hafi verið handtekin fyrr í vikunni. „Við reglubundið innra eftirlit varð fyrir nokkru vart við óeðlilegra rýrnun á tilteknum lyfseðilskyldum lyfjum í ákveðnum lyfjaflokkum hjá Hrafnistu í Kópavogi,“ sagði í tilkynningunni.

Lögregla fer nú með rannsókn málsins.


Tengdar fréttir

Hjúkrunarfræðingur á Hrafnistu sagður hafa stolið lyfjum

Starfsmaður á Hrafnistu í Kópavogi er sagður hafa stolið lyfjum úr lyfjaskápum hjúkrunarheimilisins og var handtekinn fyrr í vikunni. Við reglubundið innra eftirlit varð fyrir nokkru vart við óeðlilegra rýrnun á tilteknum lyfseðilskyldum lyfjum í ákveðnum lyfjaflokkum hjá Hrafnistu í Kópavogi, að því er fram kemur í tilkynningu frá Pétri Magnússyni, forstjóra Hrafnistu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×