Fótbolti

Rooney: Stóð upp og klappaði fyrir Barcelona

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney í leik á móti Barcelona í Róm fyrir tvemur árum.
Wayne Rooney í leik á móti Barcelona í Róm fyrir tvemur árum. Mynd/Nordic Photos/Getty
Wayne Rooney, framherji Manchester United, var einn af mörgum sem sá Barcelona-liðið yfirspila erkifjendur sína í Real Madrid í fyrsta Clasico-leiknum á tímabilinu. Barcelona vann leikinn 5-0 á Nou Camp og Rooney hefur sagt frá sinni upplifun af leiknum.

„Ég var að horfa á leikinn inn í stofu og varð bara að standa upp og klappa fyrir því sem ég sá. Coleen, konan mín, kom inn og spurði mig hvað ég væri að gera. Þetta var bara besta frammistaða sem ég hef séð. Þetta var ótrúlegt," sagði Wayne Rooney í viðtali á Sky.

„Þetta var ekki alveg svona slæmt hjá okkur þegar við töpuðum 2-0 í Róm fyrir tveimur árum. Ef þú horfðir framan í leikmenn Real í þessum leik þá voru þeir í algjöru sjokki og vissu ekki hvað þeir áttu að gera," sagði Rooney.

„Eins og Barcelona spilaði þennan leik þá var það bara svo erfitt fyrir sóknarmenn Real og komast í boltann," sagði Rooney sem verður í aðalhlutverki þegar Manchester United mætir einmitt Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fram fer á Wembley í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×