Erlent

Sprengjur falla í Trípólí

Gaddafi Mynd/AFP
Gaddafi Mynd/AFP
Sprengjuhljóð hafa heyrst í borginni Tripoli í Líbíu í nótt og í morgun. Breska fréttastofan  Sky greinir frá þessu. Herlið Nato hefur haldið uppi ítrekuðum loftárásum þar í landi í þeim tilgangi að hrekja Gaddafi, leiðtoga landsins frá völdum.

Að því er fram kemur á Sky er þetta í fyrsta skipti sem sprengingar heyrast að degi til en framan af hefur Nato haldið uppi loftárásum að nóttu til.

Líbíska ríkisútvarpið og arabíska fréttastöðin AL ARABYA greina frá því að sveitir Nato hafi valdið mannfalli og töluverðu eignatjóni í suðurhluta landsins.  Breskar þyrlur hafa nú verið sendar til Libíu til að taka þátt í aðgerðum NATO.    












Fleiri fréttir

Sjá meira


×