Nafngreina árásarmanninn til að stemma stigu við upplýsingafalsi Kjartan Kjartansson skrifar 1. ágúst 2024 11:55 Blóm og bangsar sem fólk hefur skilið eftir nærri vettvangi stunguárásarinnar í Southport á mánudag. AP/James Speakman/PA Dómari í Bretlandi úrskurðaði að birta mætti nafn piltsins sem stakk fjölda barna, þar á meðal þrjú til bana, í Southport á Englandi í dag. Tvö börn sem hann særði hafa nú verið útskrifuð af sjúkrahúsi og ástand annarra fórnarlamba er sagt stöðugt. Árásarmaðurinn heitir Axel Rudakubana. Dómari úrskurðaði að heimilt væri að birta nafn hans þrátt fyrir að bresk lög kveði á um að ekki megi nafngreina ungmenni yngri en átján ára. Sky-fréttastöðin segir að Rudakubana verði átján ára eftir sex daga. Óvanalegt sé að nafngreining sé leyfð. Áður hefur komið fram að Rudakubana sé fæddur í Cardiff í Wales en hann hefur verið búsettur í þorpinu Banks nærri Southport. Rangar upplýsingar um nafn og uppruna hans hafa verið í dreifingu og meðal annars orðið kveikjan að óeirðum hægriöfgamanna í Southport og London í vikunni. Dómarinn útskýrði ákvörðun sína þannig að ef nafn Rudakubana yrði ekki birt gerði það fólki kleift að dreifa upplýsingafalsi. „Að halda áfram að koma í veg fyrir fullan fréttaflutning hefur þann ókost að leyfa öðrum að dreifa röngum upplýsingum í tómarúmi,“ sagði Andrew Menary, dómari í Liverpool. Rudakubana hefur þegar verið ákærður fyrir að myrða þrjár ungar stúlkur á aldrinu sex til níu ára. Fyrir dómi í morgun kom fram að hann hefði notað sveigðan eldshúshníf til þess að ráðast á börn á dansskemmtun. Sakborningurinn á að koma aftur fyrir dómara síðar í dag. Tvö börn sem særðust í árásinni á mánudag hafa nú verið úrskrifuð af Alder Hey-barnasjúkrahúsinu en fimm önnur eru til meðferðar þar. Í tilkynningu frá sjúkrahúsinu kom fram að börnin væru öll í stöðugu ástandi. Fleiri en hundrað manns voru handteknir í uppþotunum vegna hnífaárásarinnar í London í gær. Óeirðarseggirnir kýlu lögreglumann meðal annars í brjóstkassann og spörkuðu í annan ítrekað samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í London. Hnífaárás í Southport Bretland Erlend sakamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent „Þetta hefur verið ströng og erfið nótt“ Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Skoða að leyfa fólki að hirða muni sem á að farga Innlent Maðurinn kominn upp úr fljótinu Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Árásarmaðurinn heitir Axel Rudakubana. Dómari úrskurðaði að heimilt væri að birta nafn hans þrátt fyrir að bresk lög kveði á um að ekki megi nafngreina ungmenni yngri en átján ára. Sky-fréttastöðin segir að Rudakubana verði átján ára eftir sex daga. Óvanalegt sé að nafngreining sé leyfð. Áður hefur komið fram að Rudakubana sé fæddur í Cardiff í Wales en hann hefur verið búsettur í þorpinu Banks nærri Southport. Rangar upplýsingar um nafn og uppruna hans hafa verið í dreifingu og meðal annars orðið kveikjan að óeirðum hægriöfgamanna í Southport og London í vikunni. Dómarinn útskýrði ákvörðun sína þannig að ef nafn Rudakubana yrði ekki birt gerði það fólki kleift að dreifa upplýsingafalsi. „Að halda áfram að koma í veg fyrir fullan fréttaflutning hefur þann ókost að leyfa öðrum að dreifa röngum upplýsingum í tómarúmi,“ sagði Andrew Menary, dómari í Liverpool. Rudakubana hefur þegar verið ákærður fyrir að myrða þrjár ungar stúlkur á aldrinu sex til níu ára. Fyrir dómi í morgun kom fram að hann hefði notað sveigðan eldshúshníf til þess að ráðast á börn á dansskemmtun. Sakborningurinn á að koma aftur fyrir dómara síðar í dag. Tvö börn sem særðust í árásinni á mánudag hafa nú verið úrskrifuð af Alder Hey-barnasjúkrahúsinu en fimm önnur eru til meðferðar þar. Í tilkynningu frá sjúkrahúsinu kom fram að börnin væru öll í stöðugu ástandi. Fleiri en hundrað manns voru handteknir í uppþotunum vegna hnífaárásarinnar í London í gær. Óeirðarseggirnir kýlu lögreglumann meðal annars í brjóstkassann og spörkuðu í annan ítrekað samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í London.
Hnífaárás í Southport Bretland Erlend sakamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent „Þetta hefur verið ströng og erfið nótt“ Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Skoða að leyfa fólki að hirða muni sem á að farga Innlent Maðurinn kominn upp úr fljótinu Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira