Erlent

Segir setningar­at­höfnina traðka á mann­­legri reisn

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Erdogan ræddi umdeilda atriðið við Frans Páfa, og sagði það móðgandi bæði fyrir múslimaheiminn og kristna.
Erdogan ræddi umdeilda atriðið við Frans Páfa, og sagði það móðgandi bæði fyrir múslimaheiminn og kristna. AP/Vísir

Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti ræddi við Frans páfa í dag um atriði á setningarhátíð Ólympíuleikanna, sem hann kallar „siðlaust sviðsverk“. Í atriðinu sátu dragdrottningar við borð og virtist uppsetningin minna mikið á málverk Da Vinci af síðustu kvöldmáltíð Krists.

Þetta kemur fram í frétt AP.

Erdogan kallaði eftir því að kirkjan tæki afstöðu gegn slíkum verkum sem smætta heilög gildi. Þá sagði hann að verið væri að traðka á mannlegri reisn og gert væri grín að trúarlegum og siðferðislegum gildum.

Verið væri að móðga múslimaheiminn rétt eins og kristna.

Skipuleggjendur Ólympíuleikanna báðust afsökunar á atriðinu í vikunni, en atriðið hafði vakið upp mjög misgóð viðbrögð. Meðal þeirra sem gagnrýndu atriðið voru meðlimir kaþólsku kirkjunnar í Frakklandi og þar sagði kirkjan að atriðið væri „til marks um háð og spott á kristna trú.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×