„Ég ætla bara að klára um helgina. Efri hæðin er nánast tilbúin," segir Sandra Hlíf Ocares, sem keypti niðurnítt hús á Bræðraborgarstígnum fyrir nokkru. Húsið er rafmagnslaust og Sandra veit ekki hvort rafmagnið verði komið á áður en hún flytur inn í húsið með stúlkurnar sínar tvær. Öryggisvélarnar sem Securitas setti upp í húsinu í síðustu viku eru tengdar í gegnum rafmagn frá nágrönnum Söndru.
Eins og alþjóð veit vinnur Sandra dag og nótt hörðum höndum að því að gera upp húsið sem var í niðurníðslu þegar hún keypti það. Sandra er bjartsýn á framhaldið þrátt fyrir erfið bakslög en henni var verulega brugðið þegar eggjum var kastað í húsið fyrir nokkru og að ekki sé minnst á rúnirnar sem óprúttnir aðilar krotuðu á alla veggi hússins og í steypu eftir að þeir brutust inn í húsið í skjóli nætur.
Húsið hafði staðið mannlaust í talsverðan tíma, fyrir utan þann tíma sem hústökufólk bjó í því.
Flytur inn þrátt fyrir rafmagnsleysi
Ellý Ármannsdóttir skrifar