Innlent

Stórtækur vínþjófur dæmdur í fangelsi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Maðurinn var dæmdur í fangelsi. Mynd/ Elly.
Maðurinn var dæmdur í fangelsi. Mynd/ Elly.
Karlmaður var í dag dæmdur í fangelsi fyrir að hafa, í félagi við annan mann, brotist inn í veitingahúsið Humarhúsið og stolið þaðan 24 flöskum af kampavíni, 24 flöskum bjór, 35 flöskum af rauðvíni, 2 kílógrömmum af humri og 10 kílógrömmum af humarhölum. Verðmæti varningsins nam tæpum 152 þúsund krónum. Maðurinn hefur áður hlotið dóma fyrir fíkniefnabrot. Hann játaði brot sín fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og var dæmdur í 30 daga fangelsi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×