Innlent

Framsýn samþykkir kjarasamning

Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar.
Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar.
Félagsmenn Framsýnar stéttarfélags hafa samþykkt nýgerðan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Kjarasamningurinn tekur nú gildi enda hafa SA einnig samþykkt hann. Hann gildir fyrir félagsmenn á almennum vinnumarkaði. Kjörsókn var tæp átján prósent á meðal félagsmanna og sögðu 87 prósent já við samningnum. Tólf prósent vildu hinsvegar fella hann.

Launahækkanir taka gildi 1. júní en þá hækka taxtar um kr. 12.000,- og laun umfram taxta hækka um 4,25%.  Þann 1. júní fá þeir sem starfa eftir þessum samningi kr. 50.000 eingreiðslu sem kemur til vegna vinnu í mars-maí. Orlofsuppbótin fyrir árið 2011 er kr. 26.900 og til viðbótar greiðist kr. 10.000,- álag á orlofsuppbótina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×