Innlent

Þeim sem þáðu fjárhagsaðstoð fjölgaði um 37%

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Heimilum sem þáðu fjárhagsaðstoð sveitarfélaga fjölgaði um 15,3% í fyrra frá árinu á undan. Þau voru 6910 í fyrra. Árið 2008 þáðu 5029 heimili fjárhagsaðstoð og hafði þeim því fjölgað um 37,4% frá þeim tíma. Frá árinu 2008 - 2010 jukust útgjöld sveitarfélaganna vegna fjárhagsaðstoðar um tæpar 1302 milljónir eða rúmlega 77%, en á föstu verðlagi jukust þau um rúm 50%. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofunni.

Fjölmennasti hópurinn sem fékk fjárhagsaðstoð í fyrra var sem fyrr einstæðir barnlausir karlar, eða um 43,6% heimila, og einstæðar konur með börn, en þær voru um 27,1% heimila. Á heimilum sem fengu fjárhagsaðstoð í fyrra bjuggu 11.468 einstaklingar eða 3,6% þjóðarinnar. Þar af voru 3.974 börn eða 5% barna á þeim aldri. Árið 2008 bjuggu 9.097 einstaklingar eða 2,8% þjóðarinnar á slíkum heimilum. Þar af voru 3.587 börn eða 4,5% barna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×