Íslenski boltinn

Bjarki: Var farinn að fljúga í large-treyjunni

Henry Birgir Gunnarsson á Kópavogsvelli skrifar
Hinn smái en knái miðjumaður Völsungs, Bjarki Baldvinsson, var magnaður í leiknum gegn Blikum í Valitorbikarnum í kvöld. Bjarki var hundfúll að hafa tapað leiknum sem fór 2-1 fyrir Blika.

"Ótrúlegt en satt þá er ég ekki sáttur. Fyrir leik hefði ég ekki átt trú á að vera svekktur með 2-1 tap á móti Breiðablik. Mér fannst við eiga fleiri opin færi en þeir og þetta var bara óheppni," sagði Bjarki svekktur en hann klúðraði algjöru dauðafæri í fyrri hálfleik.

"Ég skaut utan fótar eins og einhver hálfviti. Ég get ekki afsakað það neitt," sagði Bjarki sem var í það minnsta ánægður með nýju búningana.

"Ég er loksins kominn í small. Ég er búinn að vera í large í fimm ár. Ég var farinn að fljúga í því," sagði Bjarki léttur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×