Innlent

Enn hætta á öflugum öskustrókum úr gígnum

Ekkert hefur sést til gosmakkar úr Grímsvötnum frá því í fyrrinótt. Eftir hádegi í dag sást þó til gufubólstra úr gígnum sem náðu í um 2000 metra hæð og segir í nýrri stöðuskýrslu frá Almannavörnum að ekki sé hægt að útiloka að öflugir öskustrókar geti komið fyrirvaralaust úr gígnum og er því enn varað við því að fólk ferðist að gígnum.

Hreinsun er hafin af fullum krafti á þeim svæðum, sem urðu fyrir mestu öskufalli og samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eru 8 slökkvilið við hreinsun á svæðinu með 9 slökkvibifreiðar og 30 slökkviliðsmenn. Þá hefur fjöldahjálparstöðinni í Hofgarði verið lokað en á Kirkjubæjarklaustri verður starfrækt þjónustumiðstöð þar sem íbúar geta leitar sér ráðgjafar og aðstoðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×