Innlent

Leikskólaplássum fjölgar um 300 í Reykjavík

Mynd Vilhelm
Unnið er að því að fjölga leikskólaplássum í Reykjavík um þrjú hundruð til að mæta mikilli barnafjölgun. Á þessu ári verður leikskólaplássum fjölgað um 250 fyrir börn sem fædd eru á árinu 2009 og í byrjun næsta árs bætast 55 ný leikskólapláss við þegar nýr leikskóli verður tekinn í notkun í Norðlingaholti.  

Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni.

Samkvæmt áætlun starfshóps sem settur var á laggirnar til að gera úttekt á leikskólahúsnæði borgarinnar er unnt að fjölga leikskólaplássum um 60 án þess að byggja við leikskólana. Víða um borgina fer fram leikskólastarf í færanlegum húsum sem staðsett eru við eldri leikskóla og stendur til að beita þeim úrræðum víðar. Þannig skapast viðbótarpláss fyrir 226 börn.

Í Vesturbæ er unnið að því að fjölga leikskólaplássum um 92. Í Laugardal og Háaleiti er stefnt að því að fjölga leikskólaplássum um 70 og í Miðborg Hlíðum verður leikskólaplássum fjölgað um 30.  Þá bætast 15 leikskólapláss við í Norðlingaholti, 16 í Grafarholti og 18 í Úlfarsárdal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×