Þolendur kynferðisofbeldis sæta árásum í fjölmiðlum Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. maí 2011 13:49 Meðferðarheimilið Árbót þar sem kynferðisofbeldið átti sér stað. Fyrrverandi vistmenn á meðferðarheimilinu Árbót, sem kærðu fyrrverandi starfsmanns heimilisins fyrir kynferðisofbeldi, hafa þolað árásir í fjölmiðlum vegna ákæranna. Barnaverndarstofa og þrjár barnaverndir á landinu hafa nú sent frá sér ályktun þar sem segir að barnaverndaryfirvöld geti ekki orða bundist yfir þessari umfjöllun. Í fyrra var Jón Þór Dagbjartsson, fyrrverandi starfsmaður Árbótar, dæmdur í fangelsi fyrir brot gegn stúlkum sem höfðu verið vistaðar á Árbót. Eiginkona Jóns hefur meðal annars ítrekað rætt mál hans í ýmsum fjölmiðlum eftir að dómur féll í máli hans, þar sem hún hefur komið honum til varnar. Barnaverndaryfirvöld gera athugasemd við þá umfjöllun sem fram hefur farið. „Hafa stúlkurnar, sem eðli málsins samkvæmt eiga erfitt með að verja sig sjálfar, þurft að þola árásir í fjölmiðlum mánuðum saman þrátt fyrir að um sé að ræða mál þar sem viðkomandi starfsmaður hefur verið dæmdur fyrir kynferðislegt ofbeldi gagnvart barni á meðferðarheimili bæði fyrir héraðsdómi og Hæstarétti, barni sem honum var falið að styðja við og vernda. Hafa árásirnar farið fram með greina- og fréttaskrifum á netmiðlum, í ljósvakamiðlum sem og með undirskriftarsöfnun þar sem almenningur er hvattur til þess að taka afstöðu gegn stúlkunum og gera þannig lítið úr því ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir," segir í ályktun barnaverndaryfirvalda. Barnaverndaryfirvöld segja ljóst að fórnarlömbin í málinu séu mörg, bæði stúlkurnar sem og fjölskylda og aðstandendur hins dæmda. Samúð með aðstandendum megi hins vegar aldrei verða til þess að samfélagið taki þátt í herferð gagnvart þeim börnum sem þorðu að tjá sig um að hafa verið beitt ofbeldi. „Þær frásagnir mörkuðu upphaf máls sem leiddi til sektardóms í refsimáli sem höfðað var í kjölfar ítarlegrar lögreglurannsóknar. Umræðan hefur verið á þá leið að hætt er við að börn, sem beitt eru ofbeldi af hálfu fullorðinna, kjósi að greina ekki frá því af ótta við að samfélagið snúist gegn þeim, þeim verði ekki trúað og fullorðnir muni ekki hlusta á frásögn þeirra eða taka hana trúanlega," segir í ályktuninni. Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Fyrrverandi vistmenn á meðferðarheimilinu Árbót, sem kærðu fyrrverandi starfsmanns heimilisins fyrir kynferðisofbeldi, hafa þolað árásir í fjölmiðlum vegna ákæranna. Barnaverndarstofa og þrjár barnaverndir á landinu hafa nú sent frá sér ályktun þar sem segir að barnaverndaryfirvöld geti ekki orða bundist yfir þessari umfjöllun. Í fyrra var Jón Þór Dagbjartsson, fyrrverandi starfsmaður Árbótar, dæmdur í fangelsi fyrir brot gegn stúlkum sem höfðu verið vistaðar á Árbót. Eiginkona Jóns hefur meðal annars ítrekað rætt mál hans í ýmsum fjölmiðlum eftir að dómur féll í máli hans, þar sem hún hefur komið honum til varnar. Barnaverndaryfirvöld gera athugasemd við þá umfjöllun sem fram hefur farið. „Hafa stúlkurnar, sem eðli málsins samkvæmt eiga erfitt með að verja sig sjálfar, þurft að þola árásir í fjölmiðlum mánuðum saman þrátt fyrir að um sé að ræða mál þar sem viðkomandi starfsmaður hefur verið dæmdur fyrir kynferðislegt ofbeldi gagnvart barni á meðferðarheimili bæði fyrir héraðsdómi og Hæstarétti, barni sem honum var falið að styðja við og vernda. Hafa árásirnar farið fram með greina- og fréttaskrifum á netmiðlum, í ljósvakamiðlum sem og með undirskriftarsöfnun þar sem almenningur er hvattur til þess að taka afstöðu gegn stúlkunum og gera þannig lítið úr því ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir," segir í ályktun barnaverndaryfirvalda. Barnaverndaryfirvöld segja ljóst að fórnarlömbin í málinu séu mörg, bæði stúlkurnar sem og fjölskylda og aðstandendur hins dæmda. Samúð með aðstandendum megi hins vegar aldrei verða til þess að samfélagið taki þátt í herferð gagnvart þeim börnum sem þorðu að tjá sig um að hafa verið beitt ofbeldi. „Þær frásagnir mörkuðu upphaf máls sem leiddi til sektardóms í refsimáli sem höfðað var í kjölfar ítarlegrar lögreglurannsóknar. Umræðan hefur verið á þá leið að hætt er við að börn, sem beitt eru ofbeldi af hálfu fullorðinna, kjósi að greina ekki frá því af ótta við að samfélagið snúist gegn þeim, þeim verði ekki trúað og fullorðnir muni ekki hlusta á frásögn þeirra eða taka hana trúanlega," segir í ályktuninni.
Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira