Innlent

Þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun: Stúlkan lagðist á grasblett og grét

Erla Hlynsdóttir skrifar
Sviðsett mynd úr safni
Þrítugur karlmaður, Grétar Torfi Gunnarsson, hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun. Grétar Torfi er fundinn sekur um að hafa nauðgað ungri konu í leggöng og endaþarm, neytt hana til að hafa við sig munnmök, og beitt hana öðru ofbeldi á meðan á nauðgun stóð. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða brotaþola 1,2 milljón króna í miskabætur.

Grétar Torfi neitaði alfarið sök. Hann sagðist hafa átt munnmök, samræði og endaþarmsmök við stúlkuna en talið hana verið þessu samþykk.

Við skoðun á Neyðarmótttöku fyrir fórnarlömb nauðgana kom í ljós að stúlkan var með sprungu og roða í endaþarmi, marbletti á læri og rasskinn, eymsli yfir nefrót og í hnakka auk þess sem hár losnaði úr hársverði.

Fyrir dómi bar maðurinn að harkaleg meðferð hans á konunni hafi verið „hluti af leiknum."

Þá segir í lýsingu hans á málsatvikum: „Ákærði tók fram að stúlkan hefði að vísu ekki samþykkt sérstaklega þegar hann setti getnaðarlim sinn í endaþarm hennar, en hún hefði ekki sett sig upp á móti því." Stúlkan bar hins vegar að hún hefði sannarlega mótmælt.

Samkvæmt framburði stúlkunnar kynntust þau á skemmtistað fyrr um nóttina og hafi hún greint frá því strax í upphafi samskipta þeirra að hún væri lesbía. Stúlkan og vinkona hennar fóru með manninum og vinum hans heim til mannsins síðar um nóttina.

Nauðgunin átti sér stað í júní á síðasta ári.

Eftir nauðgunina flúði stúlkan. „Hún hefði klætt sig í flýti, en skilið eitthvað af fötum sínum eftir í herberginu. Hún hefði yfirgefið íbúðina og ætlað heim til sín, en fundið fyrir svo miklum sársauka í endaþarmi að hún hefði lagst á grasblett og grátið," segir í lýsingu hennar á málsatvikum.

Í málinu liggur fyrir vottorð sálfræðings þar sem kemur fram að nauðgunin hafi valdið stúlkunni mikilli vanlíðan, ljóst er að hún þarfnast langvarandi meðferðar vegna áfallastreituröskunar og er óvíst um bata.

Grétar Torfi hefur ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi.

Dómararnir Ragnheiður Harðardóttir, Eggert Óskarsson og Sigríður Ólafsdóttir héraðsdómarar kváðu upp dóminn í Héraðsdómi Reykjavíkur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×