Innlent

Íslensk kona látin laus úr fangelsi í Bandaríkjunum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Linda Björk Magnúsdóttir
Linda Björk Magnúsdóttir
Linda Björk Magnúsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður trúfélagsins Frelsisins, hefur verið látin laus úr fangelsi Í Bandaríkjunum. Þetta staðfestir faðir hennar, Magnús Þór Sigmundsson, í samtali við Vísi. Linda Björk var handtekin í Bandaríkjunum í nóvember 2009 fyrir að vera ólöglegur innflytjandi þar. Magnús Þór segir að sér sé mjög létt yfir því að hún hafi verið látin laus. Þau feðginin hafa verið í sambandi á Netinu að undanförnu.

Magnús Þór segir að von sé á Lindu Björk næstu daga. „Hún var látin laus núna um þrettánda til fimmtánda maí og er svo bara að bíða eftir réttum pappírum. Þetta tekur allt saman dálítinn tíma bara,“ segir Magnús Þór í samtali við Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×