Innlent

Safnað fyrir fátæka á Stöð 2 í kvöld

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þau Jón Ársæll Þórðarson og Helga Arnardóttir stýra þættinum.
Þau Jón Ársæll Þórðarson og Helga Arnardóttir stýra þættinum.
Sérstakur  fræðslu- og söfnunarþáttur til að hrinda nýju átaki af stað verður á Stöð 2, í kvöld, fimmtudaginn 26. maí 2011 og verður mjög til hans vandað í alla staði. Takmark þáttarins og aðstandenda hans er að varða nýja leið í hjálparstarfi fyrir fátæka landsmenn.

Það eru þau Jón Ársæll Þórðarson og Helga Arnardóttir sem stjórna þættinum sem hefur það að leiðarljósi að fræða landsmenn um starfssemi Hjálparstarfsins með viðtölum við fagaðila og reynslusögum skjólstæðinga í bland við ljúfa tóna okkar þekktustu listamanna.

Meðal gesta í þættinum eru Halldór Guðmundsson, lektor, Sigrún Júlíusdóttir, prófessor, Guðmundur I Kristinsson frá Bótverjum,  Laufey Ólafsdóttir  frá Félagi einstæðra foreldra og Ægir Örn Sigurðsson háskólanemi ásamt Guðmundi Magnússyni framkvæmdstjóra ÖBí og Guðbjarti Hannessyni velferðarráðherra.  Þátturinn hefst klukkan 20.10 og er í opinni dagskrá. Þátturinn er einnig í beinni útsendingu hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×