Innlent

Tók leigubíl frá Keflavík til Klausturs

Breki Logason skrifar
Fjöldi erlendra fréttamanna hefur verið á öskusvæðinu í tengslum við gosið. Breki Logason rakst hinsvegar á mann í gærkvöldi sem fór á fætur í Keflavík en endaði óvænt á Klaustri.

Þetta var fréttamaður frá norska ríkissjónvarpinu sem Einar Hafsteinn Árnason leigubílstjóri kynntist reyndar fyrst þegar hann var hér á landi í tengslum við Icesave. Sá hefur verið sáttur við fyrri túrinn, og var glaður þegar hann sá vin sinn í Leifsstöð í gær.

Hann sagðist hafa fengið greitt samkvæmt fyrirfram ákveðnu gjaldi. Það var því ekki gjaldmælirinn sem ákvað verðið fyrir túrinn.

Einar gerði svo gott betur því að hann tók farþega í bílinn á leiðinni heim með því skilyrði að sá greiddi bensínkostnaðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×