Streita hefur aukist hjá konum eftir hrun Lillý Valgerður Pétursdóttir. skrifar 25. maí 2011 18:45 Efnahagshrunið hefur haft meiri áhrif á heilsu kvenna hér á landi en karla samkvæmt niðurstöðum nýrra rannsókna. Streita meðal kvenna hefur aukist töluvert eftir hrun. Á sama tíma hefur hefur nýburum með lága fæðingarþyngd fjölgað. Síðustu ár hefur hópur fræði- og vísindamanna unnið að fjölda rannsókna á áhrifum efnahagshrunsins á heilsu og líðan Íslendinga. Fyrstu niðurstöður eru nú að líta dagsins ljós. Niðurstöður rannsóknanna verða kynntar á fyrirlestri í Þjóðminjasafninu á morgun. Unnur Valdimarsdóttir forstöðumaður miðstöðvar í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands hefur haft yfirumsjón með verkefninu. Hún segir að fyrstu niðurstöður bendi til þess að áhrifin séu mest meðal kvenna. Það hafi komið á óvart. Niðurstöðurnar sýni að upplifun á sálrænni streitu sé að aukast eftir hrunið, langmest á meðal kvenna. Streita hefur einnig aukist meðal þeirra sem misst hafa vinnuna og þeirra sem tilheyra millitekjuhópum. Endanlegar tölur um aukningu streitu meðal kvenna liggja ekki fyrir en marktækt aukin áhætta á háu streitustigi er í kringum þriðjungur. Um ástæðurnar fyrir þessari auknu streitu segir Unnur að þær geti verið ýmsar. Rannsóknir bendi til að konur séu viðkvæmari fyrri áföllum. Það megi líka vel vera að fjármál fjölskyldunnar snerti þær meira og að þær séu óöruggari á vinnumarkaðnum. Enn sé verið að rýna í gögnin til að leita skýringa. Streituaukningin er mest hjá konum á milli tvítugs og þrítugs og konum í kringum eftirlaunaaldur. Unnur segir að streitan geti haft margvísleg áhrif. Meðal annars sé verið að skoða tengsl milli aukinnar streitu og þess að nýburum með lága fæðingarþyngd hafi fjölgað eftir hrun. Það er börnum sem fæðast undir 2500 grömmum. Unnur segir að streita móður geti vissulega haft áhrif á vöxt fóstursins svo og það ef hún breytir neysluvenjum sínum á meðgöngunni. Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira
Efnahagshrunið hefur haft meiri áhrif á heilsu kvenna hér á landi en karla samkvæmt niðurstöðum nýrra rannsókna. Streita meðal kvenna hefur aukist töluvert eftir hrun. Á sama tíma hefur hefur nýburum með lága fæðingarþyngd fjölgað. Síðustu ár hefur hópur fræði- og vísindamanna unnið að fjölda rannsókna á áhrifum efnahagshrunsins á heilsu og líðan Íslendinga. Fyrstu niðurstöður eru nú að líta dagsins ljós. Niðurstöður rannsóknanna verða kynntar á fyrirlestri í Þjóðminjasafninu á morgun. Unnur Valdimarsdóttir forstöðumaður miðstöðvar í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands hefur haft yfirumsjón með verkefninu. Hún segir að fyrstu niðurstöður bendi til þess að áhrifin séu mest meðal kvenna. Það hafi komið á óvart. Niðurstöðurnar sýni að upplifun á sálrænni streitu sé að aukast eftir hrunið, langmest á meðal kvenna. Streita hefur einnig aukist meðal þeirra sem misst hafa vinnuna og þeirra sem tilheyra millitekjuhópum. Endanlegar tölur um aukningu streitu meðal kvenna liggja ekki fyrir en marktækt aukin áhætta á háu streitustigi er í kringum þriðjungur. Um ástæðurnar fyrir þessari auknu streitu segir Unnur að þær geti verið ýmsar. Rannsóknir bendi til að konur séu viðkvæmari fyrri áföllum. Það megi líka vel vera að fjármál fjölskyldunnar snerti þær meira og að þær séu óöruggari á vinnumarkaðnum. Enn sé verið að rýna í gögnin til að leita skýringa. Streituaukningin er mest hjá konum á milli tvítugs og þrítugs og konum í kringum eftirlaunaaldur. Unnur segir að streitan geti haft margvísleg áhrif. Meðal annars sé verið að skoða tengsl milli aukinnar streitu og þess að nýburum með lága fæðingarþyngd hafi fjölgað eftir hrun. Það er börnum sem fæðast undir 2500 grömmum. Unnur segir að streita móður geti vissulega haft áhrif á vöxt fóstursins svo og það ef hún breytir neysluvenjum sínum á meðgöngunni.
Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira