Öfl í samfélaginu með hnífana á lofti ÞÞ/SB skrifar 25. maí 2011 20:30 Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra kvíðir ekki dómi sögunnar vegna afstöðu sinnar í Icesave málinu. Einu mistökin hafi kannski verið þau að hann hafi verið of varkár og ábyrgur í málinu. Hann segir að ákveðin öfl í samfélaginu með hnífana á lofti og tiltekur þar Hádegismóa. „Ég er ekki feiminn við það að þessi ár verði gerð upp og líka Icesave kaflinn í þeim og hef góða samvisku. En mér finnst það ansi kaldranalegt og koma úr hörðustu átt þegar að stjórnmálamenn eða stjórnmálaöfl eða aðilar í samfélaginu sem bera alla ábyrgð á tilurð þessa máls og leyfðu því að verða að þessari ófreskju sem það varð ráðast svo á okkur hin sem hafa ekkert gert allan tíman en að reyna að leysa það," segir Steingrímur J. Sigfússon í ítarlegu viðtali í Íslandi í dag um Icesave málið. Steingrímur segir það kannski hafa verið mistök hve varfærin og ábyrg stjórnvöld voru í yfirlýsingum sínum um Icesave málið. „Það létti ekki róðurinn pólitískt. En sannfæring margra sem þekktu málið vel, þar á meðal mín, var alltaf sú að það væru yfirgnæfandi líkur á því að við myndum sleppa betur frá þessu en á horfðist í fyrstu eins og er núna að koma á daginn. Og er þá ekki í björtu vorinu hægt að gleðjast yfir því eða vilja menn halda áfram með hnífana á lofti. Auðvitað eru öfl hér í samfélaginu sem langar í bakið á mér. Ég veit vel um það og þau hafa ekki sparað sig undanfarnar vikur og mánuði." Hvaða öfl eru það? „Já, við getum nefnt Hádegismóana. Það væri gaman að telja leiðarana og staksteinapistlana sem hafa ekkert verið annað en níð og rógur um mig og ríkisstjórnina upp á svo til hvern einasta dag." Hefnd vegna laganna um Seðlabankann? „Það ætla ég ekki að segja. Þetta er bara veruleiki og staðreyndir og menn hafa gert út á þetta mál langt umfram allt velsæmi, langt umfram allt velsæmi." Viðtalið við Steingrím má sjá í heild sinni hér að ofan. Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra kvíðir ekki dómi sögunnar vegna afstöðu sinnar í Icesave málinu. Einu mistökin hafi kannski verið þau að hann hafi verið of varkár og ábyrgur í málinu. Hann segir að ákveðin öfl í samfélaginu með hnífana á lofti og tiltekur þar Hádegismóa. „Ég er ekki feiminn við það að þessi ár verði gerð upp og líka Icesave kaflinn í þeim og hef góða samvisku. En mér finnst það ansi kaldranalegt og koma úr hörðustu átt þegar að stjórnmálamenn eða stjórnmálaöfl eða aðilar í samfélaginu sem bera alla ábyrgð á tilurð þessa máls og leyfðu því að verða að þessari ófreskju sem það varð ráðast svo á okkur hin sem hafa ekkert gert allan tíman en að reyna að leysa það," segir Steingrímur J. Sigfússon í ítarlegu viðtali í Íslandi í dag um Icesave málið. Steingrímur segir það kannski hafa verið mistök hve varfærin og ábyrg stjórnvöld voru í yfirlýsingum sínum um Icesave málið. „Það létti ekki róðurinn pólitískt. En sannfæring margra sem þekktu málið vel, þar á meðal mín, var alltaf sú að það væru yfirgnæfandi líkur á því að við myndum sleppa betur frá þessu en á horfðist í fyrstu eins og er núna að koma á daginn. Og er þá ekki í björtu vorinu hægt að gleðjast yfir því eða vilja menn halda áfram með hnífana á lofti. Auðvitað eru öfl hér í samfélaginu sem langar í bakið á mér. Ég veit vel um það og þau hafa ekki sparað sig undanfarnar vikur og mánuði." Hvaða öfl eru það? „Já, við getum nefnt Hádegismóana. Það væri gaman að telja leiðarana og staksteinapistlana sem hafa ekkert verið annað en níð og rógur um mig og ríkisstjórnina upp á svo til hvern einasta dag." Hefnd vegna laganna um Seðlabankann? „Það ætla ég ekki að segja. Þetta er bara veruleiki og staðreyndir og menn hafa gert út á þetta mál langt umfram allt velsæmi, langt umfram allt velsæmi." Viðtalið við Steingrím má sjá í heild sinni hér að ofan.
Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira