Tveir bréfberar bitnir til viðbótar í Mosfellsbæ 25. maí 2011 15:53 Tveir bréfberar voru bitnir þegar þeir voru að bera út póstinn í Mosfellsbæ í dag. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem slíkt gerist í bænum en á dögunum var bréfberi bitinn af hundi. Hún stórslasaðist þegar hún datt við árásina og braut á sér fótinn en ekki er ljóst hvort bréfberarnir sem bitnir voru í dag séu illa sárir. Í tilkynningu frá Íslandspósti segir að því miður gerist það nokkuð oft að bréfberum sé ógnað við störf sín af hundum. „Hundar eru lausir við heimili sín, bundnir beint við útidyrahurðir þar sem póstkassar eða póstlúgur eru eða eru beint innan við hurðir og glefsa í póstinn þegar bréfberar setja hann inn um lúguna," segir ennfremur. Íslandspóstur vill því beina þeim tilmælum til hundaeigenda að þeirra viðrögð verði þau að halda hundum sínum innandyra á þeim tíma sem von er á bréfbera. „Ekki er hægt að ætlast til þess að bréfberar fari inn í garða eða að húsum þar sem hundar eru lausir eða bundnir við útidyrahurðir. Þetta er sérstaklega mikilvægt nú þegar mikið af sumarfólki er að koma í vinnu. Í þeim tilfellum þar sem ekki er hægt að bera út vegna hunda á lóðinni er póstur viðkomandi heimilis komið á næsta pósthús þar sem hægt er að nálgast hann. Góð leið til að losna við slík óþægindi er að staðsetja póstkassa sína við lóðamörk."Guðrún Hafberg, bréfberi og hundaþjálfari ásamt hundinum sínum Slæðu.Fyrirtækið stendur í þessari viku fyrir námskeiðum fyrir bréfbera á höfuðborgarsvæðinu um hvernig best sé að bregðast við ógnun hunda. „Slík námskeið hafa verið haldin oft áður og reynst vel og hafa þá bréfberar getað nýtt sér það sem þeir læra á þessum námskeiðum í samskiptum sínum við hunda. Að þessu sinni þá er það Guðrún Hafberg stýrir námskeiðinu, en hún er hundaþjálfari og einnig bréfberi hjá fyrirtækinu." „Frá sjónarmiði Íslandspósts snúast hlutirnir fyrst og fremst um að geta veitt bréfberum öruggt starfsumhverfi. Áfram verður haldið vinnu við að reyna að fá í gegn einhver úrræði svo að bréfberar geti stundað vinnu sína á öruggan hátt en Íslandspóstur hefur unnið í því að fá heimild frá Póst- og fjarskiptastofnun fyrir því að geta krafist þess af hundaeigendum að þeir setji póstkassa sína út að lóðamörkum. En þá væri hægt að koma í veg fyrir mörg slys af þessu tagi." Mynd í viðhengi: Guðrún Hafberg, bréfberi og hundaþjálfari ásamt hundinum sínum Slæðu Tengdar fréttir Dalmatíuhundinum hefur verið lógað - ákvörðun eigenda Dalmatíuhundi sem réðist á póstburðarkonu í Mosfellsbæ fyrr í þessum mánuði með þeim afleiðingum að hún fótbrotnaði, hefur verið lógað. Sá möguleiki var fyrir hendi að hundurinn færi í skapgerðarmat og í framhaldinu yrði tekin ákvörðun um hvort hann fengi að lifa, en þyrfti þá alltaf að vera með munnkörfu utandyra. Eigendur hans tóku hins vegar þá ákvörðun að réttast væri að láta svæfa hann, og kom aldrei til skapgerðarmatsins. Að sögn Hafdísar Óskarsdóttur, hundaeftirlitsmanns í Mosfellsbæ, var dalmatíuhundurinn svæfður á föstudag. 24. maí 2011 09:48 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira
Tveir bréfberar voru bitnir þegar þeir voru að bera út póstinn í Mosfellsbæ í dag. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem slíkt gerist í bænum en á dögunum var bréfberi bitinn af hundi. Hún stórslasaðist þegar hún datt við árásina og braut á sér fótinn en ekki er ljóst hvort bréfberarnir sem bitnir voru í dag séu illa sárir. Í tilkynningu frá Íslandspósti segir að því miður gerist það nokkuð oft að bréfberum sé ógnað við störf sín af hundum. „Hundar eru lausir við heimili sín, bundnir beint við útidyrahurðir þar sem póstkassar eða póstlúgur eru eða eru beint innan við hurðir og glefsa í póstinn þegar bréfberar setja hann inn um lúguna," segir ennfremur. Íslandspóstur vill því beina þeim tilmælum til hundaeigenda að þeirra viðrögð verði þau að halda hundum sínum innandyra á þeim tíma sem von er á bréfbera. „Ekki er hægt að ætlast til þess að bréfberar fari inn í garða eða að húsum þar sem hundar eru lausir eða bundnir við útidyrahurðir. Þetta er sérstaklega mikilvægt nú þegar mikið af sumarfólki er að koma í vinnu. Í þeim tilfellum þar sem ekki er hægt að bera út vegna hunda á lóðinni er póstur viðkomandi heimilis komið á næsta pósthús þar sem hægt er að nálgast hann. Góð leið til að losna við slík óþægindi er að staðsetja póstkassa sína við lóðamörk."Guðrún Hafberg, bréfberi og hundaþjálfari ásamt hundinum sínum Slæðu.Fyrirtækið stendur í þessari viku fyrir námskeiðum fyrir bréfbera á höfuðborgarsvæðinu um hvernig best sé að bregðast við ógnun hunda. „Slík námskeið hafa verið haldin oft áður og reynst vel og hafa þá bréfberar getað nýtt sér það sem þeir læra á þessum námskeiðum í samskiptum sínum við hunda. Að þessu sinni þá er það Guðrún Hafberg stýrir námskeiðinu, en hún er hundaþjálfari og einnig bréfberi hjá fyrirtækinu." „Frá sjónarmiði Íslandspósts snúast hlutirnir fyrst og fremst um að geta veitt bréfberum öruggt starfsumhverfi. Áfram verður haldið vinnu við að reyna að fá í gegn einhver úrræði svo að bréfberar geti stundað vinnu sína á öruggan hátt en Íslandspóstur hefur unnið í því að fá heimild frá Póst- og fjarskiptastofnun fyrir því að geta krafist þess af hundaeigendum að þeir setji póstkassa sína út að lóðamörkum. En þá væri hægt að koma í veg fyrir mörg slys af þessu tagi." Mynd í viðhengi: Guðrún Hafberg, bréfberi og hundaþjálfari ásamt hundinum sínum Slæðu
Tengdar fréttir Dalmatíuhundinum hefur verið lógað - ákvörðun eigenda Dalmatíuhundi sem réðist á póstburðarkonu í Mosfellsbæ fyrr í þessum mánuði með þeim afleiðingum að hún fótbrotnaði, hefur verið lógað. Sá möguleiki var fyrir hendi að hundurinn færi í skapgerðarmat og í framhaldinu yrði tekin ákvörðun um hvort hann fengi að lifa, en þyrfti þá alltaf að vera með munnkörfu utandyra. Eigendur hans tóku hins vegar þá ákvörðun að réttast væri að láta svæfa hann, og kom aldrei til skapgerðarmatsins. Að sögn Hafdísar Óskarsdóttur, hundaeftirlitsmanns í Mosfellsbæ, var dalmatíuhundurinn svæfður á föstudag. 24. maí 2011 09:48 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira
Dalmatíuhundinum hefur verið lógað - ákvörðun eigenda Dalmatíuhundi sem réðist á póstburðarkonu í Mosfellsbæ fyrr í þessum mánuði með þeim afleiðingum að hún fótbrotnaði, hefur verið lógað. Sá möguleiki var fyrir hendi að hundurinn færi í skapgerðarmat og í framhaldinu yrði tekin ákvörðun um hvort hann fengi að lifa, en þyrfti þá alltaf að vera með munnkörfu utandyra. Eigendur hans tóku hins vegar þá ákvörðun að réttast væri að láta svæfa hann, og kom aldrei til skapgerðarmatsins. Að sögn Hafdísar Óskarsdóttur, hundaeftirlitsmanns í Mosfellsbæ, var dalmatíuhundurinn svæfður á föstudag. 24. maí 2011 09:48