Rauðar blöðrur á Austurvelli 25. maí 2011 14:19 Mynd Vilhelm Rauðum blöðrum var sleppt á Austurvelli nú klukkan tvö til að minnast þeirra barna sem aldrei ná fimm ára aldri. Viðburðurinn var liður í veigamikilli dagskrá sem stendur yfir í tilefni þess að árlegur Dagur barnsins er á sunnudag. Barnaheill bera hitann og þungann af dagskránni en í samstarfi við þá voru að félagar í Sambandi íslenskra framhaldsskólanema og Sérsveit Hins hússins sem mættu á Austurvöll í dag. Þingmenn gerðu hlé á störfum sínum og stigu út til að fylgjast með. Þá voru þeir hvattir til að leggja sitt af mörkum til að þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna um að dregið verði úr ungbarnadauða um tvo þriðju, nái fram að ganga fyrir árið 2015. Samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnar frá því í október árið 2007, er dagur barnsins haldinn hátíðlegur síðasta sunnudag í maí. Þetta er því í þriðja sinn sem hann er haldinn hátíðlegur. Vegna samstarfs við skóla á ólíkum skólastigum, heilsugæslustöðvar og Barnaspítala Hringsins var ákveðið að fagna þessum mikilvæga degi á virkum degi.Geta ekki leikið sér úti Fjölmargir leikskólar á höfuðborgarsvæðinu taka þátt í uppákomunum. Börn á leikskólum í Seljahverfi ætla að hittast við tjörn í hverfinu til að minnast barna sem eiga um sárt að binda og á leikskólanum Furuborg ætla nemendur til að mynda að hengja rauðar blöðrur á tré á skólalóðinni og tileinka það börnum á gossvæðinu sem ekki geta leikið sér úti. Barnaheill - Save the Children á Íslandi telja afar brýnt að tryggja velferð þeirra barna og fjölskyldna sem búa á gossvæðunum. Á Barnaspítala Hringsins og heilsugæslustöðvum víða um land fá öll börn sem þangað koma rauða blöðru að gjöf.69 risablöðrur Börn háskólanema og Stúdentaráð Háskóla Íslands taka höndum saman og velta því fyrir sér hvað það þýðir að eiga kost á því að læra að lesa, reikna og skrifa. Þau munu í sameiningu koma fyrir 69 risablöðrum á lóð leikskólans Mánagarðs til að minna á að enn eru 69 milljónir barna í heiminum sem ekki njóta þessara mannréttinda sem þeim eru þó tryggð í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.Ratleikur um réttindi Grunnskólanemum býðst að fræðast um réttindi sín í ratleik um miðborg Reykjavíkur sem hefst við klukkuturninn á Lækjartorgi. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hefur verið staðfestur af öllum löndum heims, utan Bandaríkin og Sómalíu. Hann tryggir börnum réttinn til griða, tækifæra og áhrifa. Ratleikurinn verður opinn gestum og gangandi. Hann hófst klukkan hálf tíu í morgun og stendur til klukkan fjögur síðdegis. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Rauðum blöðrum var sleppt á Austurvelli nú klukkan tvö til að minnast þeirra barna sem aldrei ná fimm ára aldri. Viðburðurinn var liður í veigamikilli dagskrá sem stendur yfir í tilefni þess að árlegur Dagur barnsins er á sunnudag. Barnaheill bera hitann og þungann af dagskránni en í samstarfi við þá voru að félagar í Sambandi íslenskra framhaldsskólanema og Sérsveit Hins hússins sem mættu á Austurvöll í dag. Þingmenn gerðu hlé á störfum sínum og stigu út til að fylgjast með. Þá voru þeir hvattir til að leggja sitt af mörkum til að þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna um að dregið verði úr ungbarnadauða um tvo þriðju, nái fram að ganga fyrir árið 2015. Samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnar frá því í október árið 2007, er dagur barnsins haldinn hátíðlegur síðasta sunnudag í maí. Þetta er því í þriðja sinn sem hann er haldinn hátíðlegur. Vegna samstarfs við skóla á ólíkum skólastigum, heilsugæslustöðvar og Barnaspítala Hringsins var ákveðið að fagna þessum mikilvæga degi á virkum degi.Geta ekki leikið sér úti Fjölmargir leikskólar á höfuðborgarsvæðinu taka þátt í uppákomunum. Börn á leikskólum í Seljahverfi ætla að hittast við tjörn í hverfinu til að minnast barna sem eiga um sárt að binda og á leikskólanum Furuborg ætla nemendur til að mynda að hengja rauðar blöðrur á tré á skólalóðinni og tileinka það börnum á gossvæðinu sem ekki geta leikið sér úti. Barnaheill - Save the Children á Íslandi telja afar brýnt að tryggja velferð þeirra barna og fjölskyldna sem búa á gossvæðunum. Á Barnaspítala Hringsins og heilsugæslustöðvum víða um land fá öll börn sem þangað koma rauða blöðru að gjöf.69 risablöðrur Börn háskólanema og Stúdentaráð Háskóla Íslands taka höndum saman og velta því fyrir sér hvað það þýðir að eiga kost á því að læra að lesa, reikna og skrifa. Þau munu í sameiningu koma fyrir 69 risablöðrum á lóð leikskólans Mánagarðs til að minna á að enn eru 69 milljónir barna í heiminum sem ekki njóta þessara mannréttinda sem þeim eru þó tryggð í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.Ratleikur um réttindi Grunnskólanemum býðst að fræðast um réttindi sín í ratleik um miðborg Reykjavíkur sem hefst við klukkuturninn á Lækjartorgi. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hefur verið staðfestur af öllum löndum heims, utan Bandaríkin og Sómalíu. Hann tryggir börnum réttinn til griða, tækifæra og áhrifa. Ratleikurinn verður opinn gestum og gangandi. Hann hófst klukkan hálf tíu í morgun og stendur til klukkan fjögur síðdegis.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira