Innlent

Enn leitað að þýskum ferðamanni

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.
Eftirgrennslan björgunarsveitarmanna eftir þýskum ferðamanni, sem saknað er norðan Vatnajökuls, hefur ekki borið árangur í nótt þrátt fyrir ákjósanleg leitarskilyrði í góðu skyggni.

Hann var í sambandi við fjölskyldu sína þegar hann var staddur í Nýjadal í gær, en hafði ekki aftur samband og svarar ekki í farsímann.

Eftirgrennslan hófst því í gærkvöldi á átta vélsleðum og tveimur jeppum.

Leitað var í öllum skálum og reyndist hann hafa skráð viðkomu sína í skálanum Versölum á Sprengisandsleið, en annað er ekki vitað um ferðir hans.

Það ræðst svo með morgninum hvort hafin verður skipuleg leit að manninum ef ekkert spyrst til hans á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×