Hengja blöðrur á tré fyrir börnin á gossvæðinu 24. maí 2011 15:17 Mynd úr safni Rauðar blöðrur verða í forgrunni á uppákomum sem efnt hefur verið til á morgun, miðvikudag, í tilefni þess að árlegur Dagur barnsins er á sunnudag. Að dagskránni standa Barnaheill í samstarfi við leik- og grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu, auk fjölda annarra aðila. Börn á leikskólanum Furuborg ætla að hengja rauðar blöðrur á tré á skólalóðinni og tileinka það börnum á gossvæðinu sem geta ekki leika sér úti. Á Barnaspítala Hringsins og heilsugæslum víða um land fá öll börn sem þangað koma rauða blöðru að gjöf. Auk þess verður ratleikur í miðborg Reykjavíkur, þar sem grunnskólabörnum gefst tækifæri til að kynna sér réttindi sín samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, auk fjölda annarra viðburða. Barnaheill - Save the Children á Íslandi efna til uppákoma á morgun í samstarfi við leik- og grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu, SÍF og Sérsveitina, Stúdentaráð Háskóla Íslands, heilsugæslur og Barnaspítala Hringsins í tengslum við dag barnsins. Þessum uppákomum er ætlað minna á stöðu barna hér á landi og erlendis með myndrænum hætti. Sama dag verður árlegu heillavinaátaki samtakanna ýtt úr vör en heillavinir styðja starf samtakanna með föstum mánaðarlegum framlögum. Rauðar blöðrur verða í forgrunni á miðvikudaginn. Fjölmargir leikskólar á höfuðborgarsvæðinu taka þátt í uppákomunum. Börn á leikskólum í Seljahverfi ætla að hittast við tjörn í hverfinu til að minnast barna sem eiga um sárt að binda og á leikskólanum Furuborg ætla nemendur að hengja rauðar blöðrur á tré á skólalóðinni og tileinka það börnum á gossvæðinu sem ekki geta leikið sér úti. Barnaheill - Save the Children á Íslandi telja afar brýnt að tryggja velferð þeirra barna og fjölskyldna sem búa á gossvæðunum. Börn eru ávallt viðkvæmust fyrir í slíkum hamförum og mikilvægt að hlusta eftir þörfum þeirra. Á Barnaspítala Hringsins og heilsugæslum víða á höfuðborgarsvæðinu og víða um land fá öll börn sem þangað koma rauða blöðru að gjöf auk þess sem Gerður Kristný, rithöfundur og skáld, mun heimsækja börn á Barnaspítala Hringsins og lesa fyrir þau. Börn háskólanema og Stúdentaráð Háskóla Íslands taka höndum saman og velta því fyrir sér hvað það þýðir að eiga kost á því að læra að lesa, reikna og skrifa. Þau munu í sameiningu koma fyrir 69 risablöðrum á lóð leikskólans Mánagarðs til að minna á að enn eru 69 milljónir barna í heiminum sem ekki njóta þessara mannréttinda sem þeim eru þó tryggð í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.Ratleikur um réttindi Grunnskólanemum býðst að fræðast um réttindi sín í ratleik um miðborg Reykjavíkur sem hefst við klukkuturninn á Lækjartorgi. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hefur verið staðfestur af öllum löndum heims, utan Bandaríkin og Sómalíu. Hann tryggir börnum réttinn til griða, tækifæra og áhrifa. Ratleikurinn verður opinn gestum og gangandi frá klukkan. 9.30-16.00 á miðvikudaginn.Hlé á þingstörfum Klukkan 14.00 ætla SÍF, Samband íslenskra framhaldsskólanema, og Sérsveit Hins hússins að minnast með áhrifaríkum hætti þeirra barna sem aldrei ná að fagna fimm ára afmæli sínu. Þingmenn á Alþingi Íslendinga munu gera hlé á störfum sínum og stíga út á Austurvöll til að fylgjast með uppákomunni en í lok hennar verða þeir hvattir til að leggja sitt af mörkum til að þúsaldarmarkmið S.þ. númer fjögur um að dregið verði úr ungbarnadauða um tvo þriðju nái fram að ganga fyrir árið 2015. Samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnar frá því í oktober árið 2007, er dagur barnsins haldinn hátíðlegur síðasta sunnudag í maí. Þetta er því í þriðja sinn sem hann er haldinn hátíðlegur. Vegna samstarfs við skóla á ólíkum skólastigum, heilsugæslur og Barnaspítala Hringsins var ákveðið að fagna þessum mikilvæga degi á virkum degi. Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Rauðar blöðrur verða í forgrunni á uppákomum sem efnt hefur verið til á morgun, miðvikudag, í tilefni þess að árlegur Dagur barnsins er á sunnudag. Að dagskránni standa Barnaheill í samstarfi við leik- og grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu, auk fjölda annarra aðila. Börn á leikskólanum Furuborg ætla að hengja rauðar blöðrur á tré á skólalóðinni og tileinka það börnum á gossvæðinu sem geta ekki leika sér úti. Á Barnaspítala Hringsins og heilsugæslum víða um land fá öll börn sem þangað koma rauða blöðru að gjöf. Auk þess verður ratleikur í miðborg Reykjavíkur, þar sem grunnskólabörnum gefst tækifæri til að kynna sér réttindi sín samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, auk fjölda annarra viðburða. Barnaheill - Save the Children á Íslandi efna til uppákoma á morgun í samstarfi við leik- og grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu, SÍF og Sérsveitina, Stúdentaráð Háskóla Íslands, heilsugæslur og Barnaspítala Hringsins í tengslum við dag barnsins. Þessum uppákomum er ætlað minna á stöðu barna hér á landi og erlendis með myndrænum hætti. Sama dag verður árlegu heillavinaátaki samtakanna ýtt úr vör en heillavinir styðja starf samtakanna með föstum mánaðarlegum framlögum. Rauðar blöðrur verða í forgrunni á miðvikudaginn. Fjölmargir leikskólar á höfuðborgarsvæðinu taka þátt í uppákomunum. Börn á leikskólum í Seljahverfi ætla að hittast við tjörn í hverfinu til að minnast barna sem eiga um sárt að binda og á leikskólanum Furuborg ætla nemendur að hengja rauðar blöðrur á tré á skólalóðinni og tileinka það börnum á gossvæðinu sem ekki geta leikið sér úti. Barnaheill - Save the Children á Íslandi telja afar brýnt að tryggja velferð þeirra barna og fjölskyldna sem búa á gossvæðunum. Börn eru ávallt viðkvæmust fyrir í slíkum hamförum og mikilvægt að hlusta eftir þörfum þeirra. Á Barnaspítala Hringsins og heilsugæslum víða á höfuðborgarsvæðinu og víða um land fá öll börn sem þangað koma rauða blöðru að gjöf auk þess sem Gerður Kristný, rithöfundur og skáld, mun heimsækja börn á Barnaspítala Hringsins og lesa fyrir þau. Börn háskólanema og Stúdentaráð Háskóla Íslands taka höndum saman og velta því fyrir sér hvað það þýðir að eiga kost á því að læra að lesa, reikna og skrifa. Þau munu í sameiningu koma fyrir 69 risablöðrum á lóð leikskólans Mánagarðs til að minna á að enn eru 69 milljónir barna í heiminum sem ekki njóta þessara mannréttinda sem þeim eru þó tryggð í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.Ratleikur um réttindi Grunnskólanemum býðst að fræðast um réttindi sín í ratleik um miðborg Reykjavíkur sem hefst við klukkuturninn á Lækjartorgi. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hefur verið staðfestur af öllum löndum heims, utan Bandaríkin og Sómalíu. Hann tryggir börnum réttinn til griða, tækifæra og áhrifa. Ratleikurinn verður opinn gestum og gangandi frá klukkan. 9.30-16.00 á miðvikudaginn.Hlé á þingstörfum Klukkan 14.00 ætla SÍF, Samband íslenskra framhaldsskólanema, og Sérsveit Hins hússins að minnast með áhrifaríkum hætti þeirra barna sem aldrei ná að fagna fimm ára afmæli sínu. Þingmenn á Alþingi Íslendinga munu gera hlé á störfum sínum og stíga út á Austurvöll til að fylgjast með uppákomunni en í lok hennar verða þeir hvattir til að leggja sitt af mörkum til að þúsaldarmarkmið S.þ. númer fjögur um að dregið verði úr ungbarnadauða um tvo þriðju nái fram að ganga fyrir árið 2015. Samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnar frá því í oktober árið 2007, er dagur barnsins haldinn hátíðlegur síðasta sunnudag í maí. Þetta er því í þriðja sinn sem hann er haldinn hátíðlegur. Vegna samstarfs við skóla á ólíkum skólastigum, heilsugæslur og Barnaspítala Hringsins var ákveðið að fagna þessum mikilvæga degi á virkum degi.
Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira