Ástandið á Kirkjubæjarklaustri er mun skárra nú en fyrr í dag þegar menn sáu ekki handa sinna skil fyrir öskukófi. Fyrir um það bil klukkustund snérist vindáttin á svæðinu og hvessti töluvert. Þá birti fljótlega til og er öskufall ekki eins mikið og það var fyrr í dag.
Öskufjúk er þó enn mikið á Klaustri. Þegar ekið er í vestur út úr bænum er öskukófið sama sem horfið þegar komið er að Hunkubökkum, sem eru við afleggjarann að Laka.
Birtir til á Kirkjubæjarklaustri
