Innlent

Líklegt að flug á Bretlandseyjum fari úr skorðum á morgun

Þessa mynd tók ljósmyndarinn Jón Ólafur seint á laugardagskvöldið og er hún ein þeirra fyrstu sem náðust af gosinu.
Þessa mynd tók ljósmyndarinn Jón Ólafur seint á laugardagskvöldið og er hún ein þeirra fyrstu sem náðust af gosinu. Mynd/Visir.is
Bresk flugmálayfirvöld búast við því að askan úr Grímsvötnum komi til með að raska flugumferð á Bretlandseyjum á morgun. Nýjustu spár bresku veðurstofunnar gera ráð fyrir að öskuskýið nái til Skotlands og Írlands snemma í fyrramálið. Evrópskir ferðalangar og flugfélög bíða nú í ofvæni eftir því hvaða áhrif gosið muni hafa á ferðaplön milljóna manna á næstu dögum.

Mönnum er enn í fersku minni áhrifin sem gosið í Eyjafjallajökli hafði á flugumferð í Evrópu þegar um 10 milljónir manna voru strandaglópar um víða veröld í marga daga.

Hér má sjá hvernig búist er við að gosmökkurinn þróist þegar líður á sólarhringinn. Myndin neðst til hægri sýnir mökkinn eins og gert er ráð fyrir að hann verði í fyrramálið.
Enn sem komið er hefur gosið aðeins hamlað flugumferð á Íslandi, auk þess sem lofthelgi Grænlands hefur verið lokað að hluta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×