Kerin full af ösku - fleiri hundruð kíló af bleikju drapst Hafsteinn Hauksson skrifar 23. maí 2011 13:07 Mynd úr safni Um tvö til þrjúhundruð kíló af bleikjum hafa drepist í fiskeldi nálægt gosstöðvunum. Starfsmenn sjá vart í kerin fyrir ösku, svo heildartjónið kemur ekki í ljós fyrr en rofa tekur til. Fiskeldi hefur verið í grennd við Kirkjubæjarklaustur lungann úr síðasta áratug, en þar eru um fjörutíu til fimmtíu tonn af bleikju um þessar mundir. Birgir Þórisson, rekstrarstjóri Klausturbleikju, segist aldrei hafa órað fyrir ástandinu sem nú ríkir á svæðinu, en þar reyna menn nú að bjarga því sem bjargað verður. „Við erum trúlega á einum versta staðnum hérna, þar sem askan er mest," segir Birgir, en eldisstöðvarnar eru um 20 kílómetrum austan við Kirkjubæjarklaustur. Hann segist vita til þess að nokkuð magn af fiski hafi þegar drepist. „Ég var að reyna að skjóta á þetta í morgun; þetta eru allavega um tvö til þrjúhundruð kíló sem við erum búnir að missa, en það er náttúrulega peanuts miðað við það sem við erum með. Við vitum þó raunverulega ekkert, það er þetta óvissuástand sem er erfiðast hjá okkur. Það er svo óhreint vatnið í kerjunum að við vitum ekki hvaða áhrif þetta kann að hafa." Hann segir að heildartjónið komi því ekki í ljós fyrr en að einhverjum dögum liðnum. Hann veit þó lítið við hverju á að búast. „Það er lítill flúor í þessu, svo eitrunaráhrifin eru ekki mikil, eftir því sem dýralæknir segir mér. En það er spurning hvað þetta varir lengi og hvaða áhrif þetta hefur. Askan er farin að skafa í skafla, og maður veit ekki hvort þetta getur valdið stíflunum. Þetta er óvissa. En 99% er lifandi ennþá. Við erum nokkuð ánægðir með það. Helstu fréttir Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Um tvö til þrjúhundruð kíló af bleikjum hafa drepist í fiskeldi nálægt gosstöðvunum. Starfsmenn sjá vart í kerin fyrir ösku, svo heildartjónið kemur ekki í ljós fyrr en rofa tekur til. Fiskeldi hefur verið í grennd við Kirkjubæjarklaustur lungann úr síðasta áratug, en þar eru um fjörutíu til fimmtíu tonn af bleikju um þessar mundir. Birgir Þórisson, rekstrarstjóri Klausturbleikju, segist aldrei hafa órað fyrir ástandinu sem nú ríkir á svæðinu, en þar reyna menn nú að bjarga því sem bjargað verður. „Við erum trúlega á einum versta staðnum hérna, þar sem askan er mest," segir Birgir, en eldisstöðvarnar eru um 20 kílómetrum austan við Kirkjubæjarklaustur. Hann segist vita til þess að nokkuð magn af fiski hafi þegar drepist. „Ég var að reyna að skjóta á þetta í morgun; þetta eru allavega um tvö til þrjúhundruð kíló sem við erum búnir að missa, en það er náttúrulega peanuts miðað við það sem við erum með. Við vitum þó raunverulega ekkert, það er þetta óvissuástand sem er erfiðast hjá okkur. Það er svo óhreint vatnið í kerjunum að við vitum ekki hvaða áhrif þetta kann að hafa." Hann segir að heildartjónið komi því ekki í ljós fyrr en að einhverjum dögum liðnum. Hann veit þó lítið við hverju á að búast. „Það er lítill flúor í þessu, svo eitrunaráhrifin eru ekki mikil, eftir því sem dýralæknir segir mér. En það er spurning hvað þetta varir lengi og hvaða áhrif þetta hefur. Askan er farin að skafa í skafla, og maður veit ekki hvort þetta getur valdið stíflunum. Þetta er óvissa. En 99% er lifandi ennþá. Við erum nokkuð ánægðir með það.
Helstu fréttir Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira