Ómar hefur aldrei farið eins varlega 22. maí 2011 13:28 Ómar Ragnarsson segist fyllast óttablandinni virðingu fyrir gosinu í Grímsvötnum. Hann sér samt enga ástæðu til þess að loka flugvöllum. Ómar er búinn að fljúga tvisvar upp að eldstöðinni síðan gosið hófst í gærkvöldi. „Af þessum 23 gosum er þetta langstærst. Ég veit ekki með Heklugosið því ég var bara sex ára og flaug ekki yfir. Ég er búinn að fara tvær ferðir og fyllist óttablandinni virðingu fyrir þessu gosi. Amma mín upplifði Kötlugosið 1918 og sagði mér frá og ég hef alltaf verið að bíða eftir öðru, en þetta er kannski nóg komið núna." Ómar segir að skyggni hafi verið gott í gærkvöldi en staðan hafi verið mjög breytt þegar hann flaug upp að því í ljósaskiptunum í morgun. „Það sem er svo svakalegt við þetta gos er miklu meiri eldingar og hættulegri," segir hann og bætir við: „Ég hef aldrei farið eins varlega í kringum neitt gos og þetta." Ómar segist bera mikla virðingu fyrir Grímsvötnum sem var fyrir þetta gos valið eitt af sjö merkilegustu ofansjávar eldfjöllum heims af alþjóðlegri nefnd vísindamanna. Honum finnst samt óþarfi að loka flugvöllum. „Ég hélt að menn ætluðu að læra af þessu í fyrra þegar flugvöllum var lokað í veðri eins og núna." Jafnframt segir Ómar: „Ég vona að nútíma tækni og skynsemi geti komið í veg fyrir óþarfa tjón því miður verður tjón af þessu gosi nóg samt." Helstu fréttir Tengdar fréttir Iðnaðarráðherra innlyksa á Höfn Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra boðaði til viðbragðsfundar í ráðuneytinu klukkan hálf ellefu í morgun, en þar voru samankomnir þeir sömu og sáu um viðbrögð við síðasta gosi á opinberum vettvangi. 22. maí 2011 12:31 Caribou tónleikum aflýst vegna gossins Hljómleikum Caribou sem áttu að fara fram á Nasa í kvöld hefur verið aflýst vegna eldgossins í Grímsvötnum. Hljómsveitin átti að koma frá Amsterdam í dag en vegna gossins liggur allt flug niðri. 22. maí 2011 12:15 Öllu flugi innanlands aflýst Allt flug Flugfélagsins Ernis fellur niður í dag vegna eldgossins í Grímsvötnum. Fara átti tvær ferðir til Eyja, og eina á Höfn, Bíldudal og Sauðárkrók. Með félaginu áttu bókað úm 150 manns, að fram kemur í tilkynningu. 22. maí 2011 10:14 Sjáðu myndirnar - eldgos í Grimsvötnum Visi hefur borist fjölda mynda af eldgosinu í Grímsvötnum. Það er með ólíkindum að sjá breytingarnar á meðfylgjandi myndum sem Friðrik Páll Friðriksson ljósmyndari tók á Fosshótelum í Skaftafelli. Fyrri myndin er tekin 21. maí klukkan 20:20 og síðari 22. maí, snemma morguns klukkan 07:03. Þá má einnig sjá myndir eftir Vilhelm Gunnarsson ljósmyndara, Egil Aðalsteinsson kvikmyndatökumann, Magnús Kristinsson frá Nónvörðu í Keflavík og íbúa í Vatnsendahverfi. 22. maí 2011 10:39 Gosið sást greinilega frá Reykjavík Gosið úr Grímsvötnum sást greinilega víða á landinu í gærkvöld. Meðal annars í Reykjavík. Sveinn Þorsteinsson, lesandi Vísis, var staddur í Öskjuhlíð í gærkvöld og tók þá þessa mynd af gosmekkinum. 22. maí 2011 06:38 Um 200 lögreglu- og björgunarsveitarmenn að störfum Almannavarnir leggja mikla áherslu á að fólk sé ekki á ferli á svæðinu þar sem öskufall er. Þeir sem þurfa að vera úti eru hvattir til að nota rykgrímur og hlífðargleraugu. Um tvö hundruð lögreglu- og björgunarsveitarmenn eru nú að störfum á gossvæðinu. 22. maí 2011 13:23 Almannavarnir hafa mestar áhyggjur af öskufallinu "Við höfum þessa bitru reynslu úr Eyjafjallajökli hvernig þetta getur verið og staðið jafnvel lengi yfir og haft mikil áhrif á fólkið,“ segir Víðir Reynisson, deildarstjóri hjá almannavörnum. Hann segir mikið öskufall vera í kringum Kirkjubæjarklaustur, bæði vestur út á Mýrdalssand og austur á Skeiðarársand. Þjóðveginum er lokað frá Kirkjubæjarklaustri að Freysnesi. 22. maí 2011 09:58 Keflavíkurflugvelli lokað klukkan hálfníu Keflavíkurflugvelli verður lokað kl. 08:30. Sú lokun er byggð á spá frá bresku veðurstofunni. Þetta segir í tilkynningu frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. 22. maí 2011 07:48 Kraftur gossins svipaður "Það gæti verið að það sé hægt að draga úr kraftinum en þetta er svipað. Hann er sennilega ekki að aukast,“ segir Einar Kjartansson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofunni, um eldgosið í Grímsvötnum sem hófst í gær. Óvíst er hvort gosið komi til með að valda hlaupi. 22. maí 2011 09:19 Öflugasta sprengigos í Grímsvötnum í 100 ár Gosið í Grímsvötnum er öflugasta sprengigos sem orðið hefur í eldstöðinni í 100 ár. Vísbendingar eru um að nokkuð hafi dregið úr krafti gossins á síðustu klukkustundum. Stórkostleg sjón, segir fjallaleiðsögumaður. 22. maí 2011 12:23 Gosmökkurinn 13 til 15 kílómetrar Gosmökkurinn úr gosstöðinni í Grímsvötnum mælist nú í um 13 til 15 kílómetra hæð samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Mest var hæðin á mekkinum um 20 kílómetrar í gærkvöldi en síðan dró úr gosvirkninni og á tímabili þegar fór mökkurinn niður í 10 kílómetra. Nú um hádegið virðist gosið hafa tekið kipp. Gosórói er nokkur á svæðinu en engir stærri jarðskjálftar hafa þó mælst. 22. maí 2011 13:02 Björgunarsveitir hafa þurft frá að hverfa Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Austurlandi hafa verið að störfum í nótt og í morgun vegna eldgossins í Grímsvötnum. Björgunarsveitamenn hafa dreift grímum og gleraugum á meðal íbúa á öskufallssvæðinu og aðstoðað bændur við að koma lambfé í hús. 22. maí 2011 11:12 Viðvarandi lokun getur haft alvarleg áhrif Talsmaður ferðaþjónustunnar segir að viðvarandi lokun flugvalla geti haft alvarleg áhrif á greinina. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að ferðaþjónustunni hafi brugðið í brún þegar gosið hófst í gær, enda stutt síðan greinin stóð í stórræðum þegar gaus í Eyjafjallajökli í fyrra. Hún segir hins vegar að bæði stjórnvöld og Íslandsstofa hafi brugðist hratt við að koma upplýsingum til alþjóðlegra fjölmiðla. 22. maí 2011 12:56 Keflavíkurflugvöllur opinn til sjö Keflavíkurflugvöllur verður opinn fram til klukkan sjö og þá verður staðan metin að nýju. Sama gildir um innanlandsflug. Staðan fyrir daginn verður svo metin aftur eftir það. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu sem almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra sendi frá sér nú í nótt. Eldgos hófst í Grímsvötnum um klukkan sjö í gærkvöld og var samhæfingamiðstöðin í Skógarhlíð samstundis virkjuð vegna hennar. 22. maí 2011 06:12 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Ómar Ragnarsson segist fyllast óttablandinni virðingu fyrir gosinu í Grímsvötnum. Hann sér samt enga ástæðu til þess að loka flugvöllum. Ómar er búinn að fljúga tvisvar upp að eldstöðinni síðan gosið hófst í gærkvöldi. „Af þessum 23 gosum er þetta langstærst. Ég veit ekki með Heklugosið því ég var bara sex ára og flaug ekki yfir. Ég er búinn að fara tvær ferðir og fyllist óttablandinni virðingu fyrir þessu gosi. Amma mín upplifði Kötlugosið 1918 og sagði mér frá og ég hef alltaf verið að bíða eftir öðru, en þetta er kannski nóg komið núna." Ómar segir að skyggni hafi verið gott í gærkvöldi en staðan hafi verið mjög breytt þegar hann flaug upp að því í ljósaskiptunum í morgun. „Það sem er svo svakalegt við þetta gos er miklu meiri eldingar og hættulegri," segir hann og bætir við: „Ég hef aldrei farið eins varlega í kringum neitt gos og þetta." Ómar segist bera mikla virðingu fyrir Grímsvötnum sem var fyrir þetta gos valið eitt af sjö merkilegustu ofansjávar eldfjöllum heims af alþjóðlegri nefnd vísindamanna. Honum finnst samt óþarfi að loka flugvöllum. „Ég hélt að menn ætluðu að læra af þessu í fyrra þegar flugvöllum var lokað í veðri eins og núna." Jafnframt segir Ómar: „Ég vona að nútíma tækni og skynsemi geti komið í veg fyrir óþarfa tjón því miður verður tjón af þessu gosi nóg samt."
Helstu fréttir Tengdar fréttir Iðnaðarráðherra innlyksa á Höfn Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra boðaði til viðbragðsfundar í ráðuneytinu klukkan hálf ellefu í morgun, en þar voru samankomnir þeir sömu og sáu um viðbrögð við síðasta gosi á opinberum vettvangi. 22. maí 2011 12:31 Caribou tónleikum aflýst vegna gossins Hljómleikum Caribou sem áttu að fara fram á Nasa í kvöld hefur verið aflýst vegna eldgossins í Grímsvötnum. Hljómsveitin átti að koma frá Amsterdam í dag en vegna gossins liggur allt flug niðri. 22. maí 2011 12:15 Öllu flugi innanlands aflýst Allt flug Flugfélagsins Ernis fellur niður í dag vegna eldgossins í Grímsvötnum. Fara átti tvær ferðir til Eyja, og eina á Höfn, Bíldudal og Sauðárkrók. Með félaginu áttu bókað úm 150 manns, að fram kemur í tilkynningu. 22. maí 2011 10:14 Sjáðu myndirnar - eldgos í Grimsvötnum Visi hefur borist fjölda mynda af eldgosinu í Grímsvötnum. Það er með ólíkindum að sjá breytingarnar á meðfylgjandi myndum sem Friðrik Páll Friðriksson ljósmyndari tók á Fosshótelum í Skaftafelli. Fyrri myndin er tekin 21. maí klukkan 20:20 og síðari 22. maí, snemma morguns klukkan 07:03. Þá má einnig sjá myndir eftir Vilhelm Gunnarsson ljósmyndara, Egil Aðalsteinsson kvikmyndatökumann, Magnús Kristinsson frá Nónvörðu í Keflavík og íbúa í Vatnsendahverfi. 22. maí 2011 10:39 Gosið sást greinilega frá Reykjavík Gosið úr Grímsvötnum sást greinilega víða á landinu í gærkvöld. Meðal annars í Reykjavík. Sveinn Þorsteinsson, lesandi Vísis, var staddur í Öskjuhlíð í gærkvöld og tók þá þessa mynd af gosmekkinum. 22. maí 2011 06:38 Um 200 lögreglu- og björgunarsveitarmenn að störfum Almannavarnir leggja mikla áherslu á að fólk sé ekki á ferli á svæðinu þar sem öskufall er. Þeir sem þurfa að vera úti eru hvattir til að nota rykgrímur og hlífðargleraugu. Um tvö hundruð lögreglu- og björgunarsveitarmenn eru nú að störfum á gossvæðinu. 22. maí 2011 13:23 Almannavarnir hafa mestar áhyggjur af öskufallinu "Við höfum þessa bitru reynslu úr Eyjafjallajökli hvernig þetta getur verið og staðið jafnvel lengi yfir og haft mikil áhrif á fólkið,“ segir Víðir Reynisson, deildarstjóri hjá almannavörnum. Hann segir mikið öskufall vera í kringum Kirkjubæjarklaustur, bæði vestur út á Mýrdalssand og austur á Skeiðarársand. Þjóðveginum er lokað frá Kirkjubæjarklaustri að Freysnesi. 22. maí 2011 09:58 Keflavíkurflugvelli lokað klukkan hálfníu Keflavíkurflugvelli verður lokað kl. 08:30. Sú lokun er byggð á spá frá bresku veðurstofunni. Þetta segir í tilkynningu frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. 22. maí 2011 07:48 Kraftur gossins svipaður "Það gæti verið að það sé hægt að draga úr kraftinum en þetta er svipað. Hann er sennilega ekki að aukast,“ segir Einar Kjartansson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofunni, um eldgosið í Grímsvötnum sem hófst í gær. Óvíst er hvort gosið komi til með að valda hlaupi. 22. maí 2011 09:19 Öflugasta sprengigos í Grímsvötnum í 100 ár Gosið í Grímsvötnum er öflugasta sprengigos sem orðið hefur í eldstöðinni í 100 ár. Vísbendingar eru um að nokkuð hafi dregið úr krafti gossins á síðustu klukkustundum. Stórkostleg sjón, segir fjallaleiðsögumaður. 22. maí 2011 12:23 Gosmökkurinn 13 til 15 kílómetrar Gosmökkurinn úr gosstöðinni í Grímsvötnum mælist nú í um 13 til 15 kílómetra hæð samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Mest var hæðin á mekkinum um 20 kílómetrar í gærkvöldi en síðan dró úr gosvirkninni og á tímabili þegar fór mökkurinn niður í 10 kílómetra. Nú um hádegið virðist gosið hafa tekið kipp. Gosórói er nokkur á svæðinu en engir stærri jarðskjálftar hafa þó mælst. 22. maí 2011 13:02 Björgunarsveitir hafa þurft frá að hverfa Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Austurlandi hafa verið að störfum í nótt og í morgun vegna eldgossins í Grímsvötnum. Björgunarsveitamenn hafa dreift grímum og gleraugum á meðal íbúa á öskufallssvæðinu og aðstoðað bændur við að koma lambfé í hús. 22. maí 2011 11:12 Viðvarandi lokun getur haft alvarleg áhrif Talsmaður ferðaþjónustunnar segir að viðvarandi lokun flugvalla geti haft alvarleg áhrif á greinina. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að ferðaþjónustunni hafi brugðið í brún þegar gosið hófst í gær, enda stutt síðan greinin stóð í stórræðum þegar gaus í Eyjafjallajökli í fyrra. Hún segir hins vegar að bæði stjórnvöld og Íslandsstofa hafi brugðist hratt við að koma upplýsingum til alþjóðlegra fjölmiðla. 22. maí 2011 12:56 Keflavíkurflugvöllur opinn til sjö Keflavíkurflugvöllur verður opinn fram til klukkan sjö og þá verður staðan metin að nýju. Sama gildir um innanlandsflug. Staðan fyrir daginn verður svo metin aftur eftir það. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu sem almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra sendi frá sér nú í nótt. Eldgos hófst í Grímsvötnum um klukkan sjö í gærkvöld og var samhæfingamiðstöðin í Skógarhlíð samstundis virkjuð vegna hennar. 22. maí 2011 06:12 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Iðnaðarráðherra innlyksa á Höfn Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra boðaði til viðbragðsfundar í ráðuneytinu klukkan hálf ellefu í morgun, en þar voru samankomnir þeir sömu og sáu um viðbrögð við síðasta gosi á opinberum vettvangi. 22. maí 2011 12:31
Caribou tónleikum aflýst vegna gossins Hljómleikum Caribou sem áttu að fara fram á Nasa í kvöld hefur verið aflýst vegna eldgossins í Grímsvötnum. Hljómsveitin átti að koma frá Amsterdam í dag en vegna gossins liggur allt flug niðri. 22. maí 2011 12:15
Öllu flugi innanlands aflýst Allt flug Flugfélagsins Ernis fellur niður í dag vegna eldgossins í Grímsvötnum. Fara átti tvær ferðir til Eyja, og eina á Höfn, Bíldudal og Sauðárkrók. Með félaginu áttu bókað úm 150 manns, að fram kemur í tilkynningu. 22. maí 2011 10:14
Sjáðu myndirnar - eldgos í Grimsvötnum Visi hefur borist fjölda mynda af eldgosinu í Grímsvötnum. Það er með ólíkindum að sjá breytingarnar á meðfylgjandi myndum sem Friðrik Páll Friðriksson ljósmyndari tók á Fosshótelum í Skaftafelli. Fyrri myndin er tekin 21. maí klukkan 20:20 og síðari 22. maí, snemma morguns klukkan 07:03. Þá má einnig sjá myndir eftir Vilhelm Gunnarsson ljósmyndara, Egil Aðalsteinsson kvikmyndatökumann, Magnús Kristinsson frá Nónvörðu í Keflavík og íbúa í Vatnsendahverfi. 22. maí 2011 10:39
Gosið sást greinilega frá Reykjavík Gosið úr Grímsvötnum sást greinilega víða á landinu í gærkvöld. Meðal annars í Reykjavík. Sveinn Þorsteinsson, lesandi Vísis, var staddur í Öskjuhlíð í gærkvöld og tók þá þessa mynd af gosmekkinum. 22. maí 2011 06:38
Um 200 lögreglu- og björgunarsveitarmenn að störfum Almannavarnir leggja mikla áherslu á að fólk sé ekki á ferli á svæðinu þar sem öskufall er. Þeir sem þurfa að vera úti eru hvattir til að nota rykgrímur og hlífðargleraugu. Um tvö hundruð lögreglu- og björgunarsveitarmenn eru nú að störfum á gossvæðinu. 22. maí 2011 13:23
Almannavarnir hafa mestar áhyggjur af öskufallinu "Við höfum þessa bitru reynslu úr Eyjafjallajökli hvernig þetta getur verið og staðið jafnvel lengi yfir og haft mikil áhrif á fólkið,“ segir Víðir Reynisson, deildarstjóri hjá almannavörnum. Hann segir mikið öskufall vera í kringum Kirkjubæjarklaustur, bæði vestur út á Mýrdalssand og austur á Skeiðarársand. Þjóðveginum er lokað frá Kirkjubæjarklaustri að Freysnesi. 22. maí 2011 09:58
Keflavíkurflugvelli lokað klukkan hálfníu Keflavíkurflugvelli verður lokað kl. 08:30. Sú lokun er byggð á spá frá bresku veðurstofunni. Þetta segir í tilkynningu frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. 22. maí 2011 07:48
Kraftur gossins svipaður "Það gæti verið að það sé hægt að draga úr kraftinum en þetta er svipað. Hann er sennilega ekki að aukast,“ segir Einar Kjartansson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofunni, um eldgosið í Grímsvötnum sem hófst í gær. Óvíst er hvort gosið komi til með að valda hlaupi. 22. maí 2011 09:19
Öflugasta sprengigos í Grímsvötnum í 100 ár Gosið í Grímsvötnum er öflugasta sprengigos sem orðið hefur í eldstöðinni í 100 ár. Vísbendingar eru um að nokkuð hafi dregið úr krafti gossins á síðustu klukkustundum. Stórkostleg sjón, segir fjallaleiðsögumaður. 22. maí 2011 12:23
Gosmökkurinn 13 til 15 kílómetrar Gosmökkurinn úr gosstöðinni í Grímsvötnum mælist nú í um 13 til 15 kílómetra hæð samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Mest var hæðin á mekkinum um 20 kílómetrar í gærkvöldi en síðan dró úr gosvirkninni og á tímabili þegar fór mökkurinn niður í 10 kílómetra. Nú um hádegið virðist gosið hafa tekið kipp. Gosórói er nokkur á svæðinu en engir stærri jarðskjálftar hafa þó mælst. 22. maí 2011 13:02
Björgunarsveitir hafa þurft frá að hverfa Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Austurlandi hafa verið að störfum í nótt og í morgun vegna eldgossins í Grímsvötnum. Björgunarsveitamenn hafa dreift grímum og gleraugum á meðal íbúa á öskufallssvæðinu og aðstoðað bændur við að koma lambfé í hús. 22. maí 2011 11:12
Viðvarandi lokun getur haft alvarleg áhrif Talsmaður ferðaþjónustunnar segir að viðvarandi lokun flugvalla geti haft alvarleg áhrif á greinina. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að ferðaþjónustunni hafi brugðið í brún þegar gosið hófst í gær, enda stutt síðan greinin stóð í stórræðum þegar gaus í Eyjafjallajökli í fyrra. Hún segir hins vegar að bæði stjórnvöld og Íslandsstofa hafi brugðist hratt við að koma upplýsingum til alþjóðlegra fjölmiðla. 22. maí 2011 12:56
Keflavíkurflugvöllur opinn til sjö Keflavíkurflugvöllur verður opinn fram til klukkan sjö og þá verður staðan metin að nýju. Sama gildir um innanlandsflug. Staðan fyrir daginn verður svo metin aftur eftir það. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu sem almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra sendi frá sér nú í nótt. Eldgos hófst í Grímsvötnum um klukkan sjö í gærkvöld og var samhæfingamiðstöðin í Skógarhlíð samstundis virkjuð vegna hennar. 22. maí 2011 06:12