Askan frá eldgosinu í Grímsvötnum er nú farin að dreifa sér víða eins og sést á þessari mynd sem Vihelm Gunnarsson ljósmyndari tók af lögreglumanni á Kirkjubæjarklaustri. Almannavarnir hafa sent frá sér viðvörun vegna öskufalls frá gosinu.
Gosið hófst á sjöunda tímanum í kvöld. Gosmökkurinn er mjög hár eins og sést í myndskeiðinu sem Egill Aðalsteinsson tók þegar flugfélagið Ernir flaug yfir gosstöðvarnar með fulltrúa helstu viðbragðsaðila. Björn Oddsson jarðskjálftafræðingur sagði við Vísi fyrr í kvöld að gosið væri meira en árið 2004 þegar síðast gaus á þessum sama stað.
Gosmökkurinn mikill og öskufall víða
Jón Hákon Halldórsson skrifar