Innlent

Black Pistons meðlimir áfram í gæsluvarðhaldi

Tveir meðlimir vélhjólasamtakanna Black Pistons hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 27. maí að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Mennirnir, sem eru á þrítugs- og fertugsaldri, voru handteknir í Hafnarfirði um miðja síðustu viku eftir að lögreglu barst tilkynning um líkamsárás. Annar hinna handteknu er forsprakki Black Pistons hér á landi.

„Sá sem fyrir henni varð er karl á þrítugsaldri en hann var með áverka víða á líkamanum og er m.a. nefbrotinn. Talið er að honum hafi verið haldið nauðugum í meira en hálfan sólarhring og að barsmíðarnar hafi farið fram á jafnvel fleiri en einum stað. Á dvalarstað árásarmannanna var lagt hald á bæði fíkniefni og ýmis barefli. Þeir og þolandinn eru allir taldir tengjast ákveðnum vélhjólaklúbbi," segir í tilkynningu lögreglu.


Tengdar fréttir

Óttast átök Black Pistons og Hells Angels

Black Pistons er stuðningsklúbbur Outlaws, sem eru ein stærstu vélhjólasamtök heims, og nær alls staðar skilgreind sem skipulögð glæpasamtök.

Foreldrar fórnarlambs njóta verndar vegna vélhjólagengis

Foringi vélhjólaklúbbsins MC Black Pistons er einn þeirra sem er í haldi lögreglunnar grunaður um að hafa misþyrmt karlmanni hrottalega á þriðjudaginn. Samkvæmt fréttum RÚV í kvöld þá nýtur fjölskylda fórnarlambsins verndar eftir að tveir meðlimir gengisins á að hafa reynt að hafa reynt að hafa áhrif á rannsókn málsins.

Innbyrðis deilur í Black Pistons

Tveir karlmenn á þrítugs- og fertugsaldri hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir eftir frelsissviptingu og ítrekaðar líkamsárásir á karlmann á þrítugsaldri. Allir mennirnir tengjast Black Pistons afbrotagenginu samkvæmt heimildum fréttastofu. Eftir að hafa verið haldið nauðugum í rúmlega hálfan sólarhring, komst þolandinn út úr bíl árásarmannanna, þegar þeir voru að flytja hann milli staða í fyrradag, og bjargaði sér á hlaupum.

Forsprakki vélhjólagengis í einangrun

Forsprakki vélhjólagengisins Black Pistons, Ríkharð Júlíus Ríkharðsson, situr nú í gæsluvarðhaldi og einangrun, ásamt öðrum meðlimi gengisins, Davíð Frey Rúnarssyni, eftir að þeir réðust á mann og héldu honum nauðugum í meira en hálfan sólarhring, að því er talið er. Þá hafa tveir meðlimir Black Pistons verið kærðir fyrir að reyna að hafa áhrif á rannsókn málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×