Innlent

Þóra Elín jarðsungin eftir helgi

Útför Þóru Elínar Þorvaldsdóttur sem lést fimmtudaginn 12. maí. síðastliðinn mun fara fram frá Sauðárkrókskirkju mánudaginn 23. maí klukkan 14:00 og er greint frá á Feykir.is.

Í tilkynningu frá fjölskyldu Þóru Elínar kemur fram að blómar og kransar eru afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast Þóru Elínar er bent á Framtíðarreikning Jóhanns Einars sonar hennar í Sparisjóði Skagafjarðar númer 1125-18-560510 kt. 051008-3080.

Þóru Elínu var ráðinn bani. Barnsfaðir hennar hefur verið handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um að hafa orðið Þóru, sem rétt rúmlega tvítug, að bana.

Hann hefur ekki játað og ber við minnisleysi.


Tengdar fréttir

Nafn konunnar sem lést

Unga konan sem komið var með látna á Landspítalann í Fossvogi í fyrrakvöld hét Þóra Elín Þorvaldsdóttir en hún var búsett í Hafnarfirði. Þóra var fædd þann 19. júlí árið 1990 og lætur eftir sig rúmlega tveggja ára son. Sambýlismaður hennar, Axel Jóhannsson fæddur árið 1986, var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness í gær en hann hefur játað að hafa orðið henni að bana.

Var með barnið í bílnum

Maðurinn sem játaði í gær að hafa orðið barnsmóður sinni að bana var, eftir því sem næst verður komist, með barn þeirra í bílnum þegar hann framdi voðaverkið. Heimildir fréttastofu herma að áður en hann fór með lík konunnar á Landspítala í Fossvogi í gærkvöldi, hafi hann farið með barnið heim til foreldra sinna.

Hefur ekki játað morð

Maður, sem er í haldi lögreglu grunaður um að hafa orðið barnsmóður sinni að bana fyrir helgi, hefur ekki játað sök, eins og greint var frá í fjölmiðlum stuttu eftir að atvikið kom upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×