Innlent

Austuríska leiðin eykur lífsgæði og öryggi brotaþola ofbeldis

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.
Aðalfundur Samtaka um kvennaathvarf fagnar frumvarpi innanríkisráðherra til laga um nálgunarbann og brottvísun af heimili og hvetur til þess að það verði gert að lögum á yfirstandandi þingi. Þetta kemur fram í áskorun Samtaka um kvennaathvarf til Alþingis, sem var samþykkt á aðalfundi samtakanna í gær.

Þar segir að á síðasta ári leituðu 375 konur í Kvennaathvarfið vegna ofbeldis í nánum samböndum, þar af komu 118 konur til dvalar ásamt 54 börnum vegna þess að dvöl á heimilum þeirra var óbærileg vegna ofbeldis.

Ljóst er að væri frumvarpið orðið að lögum hefði hluti þessara kvenna og barna losnað við að hrekjast af heiman að mati stjórnarinnar.

Samþykkt frumvarpsins myndi verulega auka lífsgæði og öryggi brotaþola ofbeldis í nánum samböndum. Innan samtakanna hefur jafnframt ríkt sú skoðun að óþolandi er að brotaþolar þurfi að víkja af heimilum sínum en ekki þeir sem ofbeldinu beita.

Aðalfundur skorar einróma á Alþingi að samþykkja frumvarpið fyrir þinglok.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×