Innlent

Rauði krossinn fær nýja sjúkrabíla

Rauði kross Íslands hefur fengið afhenta fjóra nýja sjúkrabíla af gerðinni Mercedes-Benz Sprinter. Breytingarvinna og smíði inn í bílunum var unnin af Sigurjóni Magnússyni á Ólafsfirði í samstarfi við Rauða krossinn og sjúkraflutningamenn.

„Við erum mjög ánægðir að fá fjóra nýja Sprinter bíla nú til notkunar undir sjúkraflutninga. Bílarnir hafa reynst okkur vel og eru hagkvæmir og umhverfsivænir," segir Marinó Már Marinósson, verkefnisstjóri hjá Rauða krossinum. Rauði krossinn hefur verið einn af stærstu viðskiptavinum Öskju, umboðsaðila Mercedes-Benz á Íslandi, allt frá því fyrirtækið hóf formlega starfsemi árið 2005 að því er fram kemur í tilkynningu.

„Það er ánægjulegt að Rauði krossinn skuli velja Sprinter bifreiðar ítrekað undir þessa mikilvægu notkun sem sjúkraflutningar vissulega eru. Það sýnir hve góðir og traustir þessir bílar eru," segir Páll Halldór Halldórsson, sölustjóri atvinnubíla hjá Öskju.

„Reynsla okkar og eigenda Sprinter bíla er mjög góð. Bílarnir hafa verið áreiðanlegir með lága bilanatíðni og þeir eru nokkuð aflmikill miðað við þyngd. Jafnframt eru Sprinter bílar sparir á eldsneyti. Því hentar þessir bílar fullkomlega sem sjúkrabílar og það er ætíð sérstök ánægja að afhenta Rauða krossinum bíla," segir Páll ennfremur.

Þess má geta að einn af nýju Sprinter sjúkrabílunum verður til sýnis á bílasýningu Bílgreinasambandsins í Fífunni um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×