Erlent

Dómsdagsspámaður dvelur heima í dag

Bandaríski útvarpsprédikarinn Harold Camping sem lýst hefur því yfir að dómsdagur renni upp á morgun ætlar að verja síðasta degi sínum með eiginkonunni á heimili þeirra í Kaliforníu.

Camping sem er forstöðumaður safnaðar sem rekur 66 útvarpsstöðvar segist hafa reiknað það nákvæmlega út að jörðinni verði tortímt á morgun. Þessir útreikningar hans byggja á Sköpunarsögunni og Opinberunarbók Nýja testamentisins.

Camping hefur áður spáð heimsendi. Það var árið 1994 en þá átti endurkoma Krists að verða og lokauppgjörið við djöfulinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×