Erlent

Viðræður Gaddafís og Zuma árangurslausar

Jacob Zuma og Múammar Gaddafí í Trípólí í gær.
Jacob Zuma og Múammar Gaddafí í Trípólí í gær. MYND/AP
Jacob Zuma forseti Suður Afríku heimsótti Gaddafí leiðtoga Líbíu í gær til þess að reyna að koma á vopnahléi í landinu og fá leiðtogann til að stíga til hliðar. Viðræðunum lauk án niðurstöðu. Zuma segir að Gaddafí sé tilbúinn til að lýsa yfir vopnahléi en að hann sé ófánlegur til þess að fara frá völdum.

Það er hinsvegar óásættanleg niðurstaða að mati uppreisnarmanna í landinu sem hafa heitið því að berjast áfram uns Gaddafí fer frá. Þjóðarleiðtogar á borð við Obama bandaríkjaforseta og Cameron forsætisráðehrra í Bretlandi hafa einnig krafist afsagnar Gaddafís.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×