Erlent

Áfrýjun Mladic tekin fyrir

Ratko Mladic er sakaður um þjóðarmorð í Bosníustríðinu.
Ratko Mladic er sakaður um þjóðarmorð í Bosníustríðinu.
Stríðsglæpadómstóllinn í Serbíu tekur í dag fyrir áfrýjun stríðsherrans Ratko Mladic sem berst nú gegn því að verða framseldur til alþjóðlega stríðsglæpadómstólsins í Haag. Mladic er sakaður um þjóðarmorð í Bosníustríðinu árið 1995 og var hann handtekinn í síðustu viku, en lögfræðingar hans og læknar segja hann of veikburða til þess að mæta fyrir rétt.

Fastlega er búist við að áfrýjuninni verði vísað frá en óháðir læknar rannsökuðu Mladic á föstudag og segja hann við nægilega góða heilsu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×