Goslokum lýst yfir og hættuástandi aflétt 30. maí 2011 18:46 Vísindamenn Veðurstofu og Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands lýstu því yfir í dag að eldgosinu í Grímsvötnum væri lokið og hafa almannavarnir nú aflétt hættustigi.Það byraði fyrir níu dögum sem eitt öflugasta öskugos síðari tíma á Íslandi, á fyrsta sólarhringum þeyttist upp meiri aska en úr Eyjafjallajökli í fyrravor og það var helst Kötlugosið 1918 sem stóðst samjöfnuð. Flug raskaðist á Íslandi og í norðanverðri Evrópu og í Skaftárhreppi, þar sem öskufallið var mest, varð myrkur um miðjan dag. Athafnalíf milli Eldhrauns og Lómagnúps lamaðist í þrjá sólahringa, hringveginum var lokað og vatnsból menguðust á nokkrum bæjum. Ekki er vitað til þess að nokkur maður hafi skaðast vegna hamfaranna en bændur misstu sauðfé og hesta en dýrin virðast flest hafa blindast af öskunni og drukknað í skurðum. Um miðja viku hafði dregið svo úr gosinu og birt til á ný að hreinsun gat hafist. Náttúran sá þó sjálf um mestu tiltektina með því að blása miklum hluta öskunnar úr byggðunum og á haf út og skola svo út með góðri rigningu. Menn sjá því fram á að eftirmál þessa eldgoss verði hverfandi miðað við það sem í stefndi í upphafi. Síðustu merki um gosóróa sáust á mælum á laugardag og í dag staðfestu leiðangursmenn í ferð Jöklarannsóknafélagsins í Grímsvötn að gosinu væri lokið. Helstu fréttir Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira
Vísindamenn Veðurstofu og Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands lýstu því yfir í dag að eldgosinu í Grímsvötnum væri lokið og hafa almannavarnir nú aflétt hættustigi.Það byraði fyrir níu dögum sem eitt öflugasta öskugos síðari tíma á Íslandi, á fyrsta sólarhringum þeyttist upp meiri aska en úr Eyjafjallajökli í fyrravor og það var helst Kötlugosið 1918 sem stóðst samjöfnuð. Flug raskaðist á Íslandi og í norðanverðri Evrópu og í Skaftárhreppi, þar sem öskufallið var mest, varð myrkur um miðjan dag. Athafnalíf milli Eldhrauns og Lómagnúps lamaðist í þrjá sólahringa, hringveginum var lokað og vatnsból menguðust á nokkrum bæjum. Ekki er vitað til þess að nokkur maður hafi skaðast vegna hamfaranna en bændur misstu sauðfé og hesta en dýrin virðast flest hafa blindast af öskunni og drukknað í skurðum. Um miðja viku hafði dregið svo úr gosinu og birt til á ný að hreinsun gat hafist. Náttúran sá þó sjálf um mestu tiltektina með því að blása miklum hluta öskunnar úr byggðunum og á haf út og skola svo út með góðri rigningu. Menn sjá því fram á að eftirmál þessa eldgoss verði hverfandi miðað við það sem í stefndi í upphafi. Síðustu merki um gosóróa sáust á mælum á laugardag og í dag staðfestu leiðangursmenn í ferð Jöklarannsóknafélagsins í Grímsvötn að gosinu væri lokið.
Helstu fréttir Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira