Innlent

Um þrjú hundruð lömb drápust vegna campylobactersýkingar

Mynd úr safni
Mynd úr safni
Á þriðja hundrað lömb drápust á Leiðólfsstöðum í Dölum á Sauðburði. Svæsin camphylobactersýking kom upp í ánum á bænum og ljóst er að tjónið hleypur á milljónum króna. Þetta kemur fram í Bændablaðinu í dag.

Bjarni Hermannsson, bóndi á Leiðólfsstöðum, segir í samtali við blaðið að tjónið sé á bilinu tvær til þrjár milljónir króna. „Það liggur einhvers staðar þar á milli trúi ég. Það er mikið tjón fyrir sauðfjárbú sem ekki veltir stórum fjárhæðum." Bjarni vonast til að fá tjónið bætt, í það minnsta að hluta, úr bjargráðasjóði.

Ekki tókst að finna uppruna sýkingarinnar en hins vegar byggja kindur upp mótefni gegn sýkingu af þessu tagi sem á að endast næstu ár. Ekki er hægt að gera neitt til að bregðast við sýkingu af þessu tagi. Hlest er að draga úr samgangi milli fjársins og draga úr samgangi milli fjársins og jafnvel að hleypa því út. Það var hins vegar ekki hægt í þetta skiptið vegna veðurfars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×