Innlent

Íslendingar hafa greitt 4,2 milljarða í þróunarsjóð EFTA

Frá árinu 1994 hafa Íslendingar greitt 4,2 milljarða króna til Þróunarsjóðs EFTA. Sjóðurinn veitir styrki til fátækari landa innan ESB og hafa framlög Íslands aukist mikið síðustu ár. Þannig hafa 2,3 milljarðar farið í sjóðinn árin 2009 og 2010.

Þetta kemur fram í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar þingmanns Sjálfstæðisflokks. Upphaflega átti greiðslum að ljúka árið 1999 en samningurinn var framlengdur og nú er gert ráð fyrir að greiðslur hætti árið 2012. Í upphafi styrkti sjóðurinn Portúgali, Íra, Grikki, Norður-Íra og fátækari svæði Spánar en með stækkun ESB til austurs hefur ríkjum fjölgað sem fá styrki úr sjóðnum.

Frá árinu 2004 hafa því 15 ESB ríki notið styrkja úr sjóðnum: Búlgaría, Eistland, Grikkland, Lettland, Litháen, Malta, Kýpur, Pólland, Portúgal, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Tékkland og Ungverjaland.



Hér er svarið í heild sinni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×