Foringi Black Pistons í átökum á Litla-Hrauni 9. júní 2011 14:06 Black Pistons. Foringi Black Pistons, Ríkharð Júlíus Ríkharðsson, virðist ekki eiga sjö dagana sæla inni á Litla-Hrauni en hann lenti í átökum við tvo pilta á tvítugsaldrinum fyrir skömmu. Samkvæmt heimildum Vísis á Ríkharð að hafa verið skallaður í andlitið af nítján ára samfanga sínum eftir að hann á að hafa ruðst inn í klefa piltsins með það að markmiði að taka rafmagnstæki af honum í leyfisleysi. Sá yngri brást ókvæða við og sló Ríkharð niður í gólfið. Vísir leitaði eftir upplýsingum um málið hjá fangelsismálayfirvöldum. Þar fékkst staðfesting á því að átök hefðu átt sér stað. Ekki hefði þó þurft að kalla til sérstaka sérsveit, sem hefur sérstaklega verið efld vegna glæpasamtaka hér á landi. Þá hefðu pústrarnir ekki leitt af sér refsingu fyrir þá sem í hlut áttu. Samkvæmt heimildum Vísis á Ríkharð að hafa lent í samskonar samstuði við sautján ára pilt í fangelsinu. Þar beið Ríkharð einnig lægri hlut. Black Pistons á Íslandi hlaut nýverið stöðu Outlaws Prospect. Ríkharð, ásamt félaga sínum, Davíð Frey Rúnarssyni, voru handteknir í maí eftir að þeir eiga að hafa beitt mann, sem þeir réðust á og héldu nauðugum, hrottalegu ofbeldi. Þeir eru sakaðir um að hafa barið hann klukkustundum saman í höfuðið og líkama með ýmsum áhöldum, hýtt hann með þykkri rafmagnssnúru og hótað honum að skornar yrðu í sundur sinar á fótleggjum og tennur dregnar úr honum. Þeir sögðu fórnarlambinu að það skuldaði þeim tíu milljónir króna. Sá sem varð fyrir árásinni var áður hluti af Black Pistons klúbbnum. Enn fremur hefur lögreglan fengið upplýsingar um að Davíð Freyr hafi svipt annan mann frelsi og haldið föngnum og misþyrmt í bifreið og í iðnaðarhúsnæði. Ríkharð virðist þó njóta takmarkaðrar virðingar innan veggja Litla-Hrauns þar sem hann er uppnefndur sem „nunnan“ þar á bæ. Þegar heimildarmaður Vísis er spurður hversvegna hann sé kallaður það, svarar hann því til að Ríkharð þykir bera sig eins og nunna að mati samfanga. Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Sjá meira
Foringi Black Pistons, Ríkharð Júlíus Ríkharðsson, virðist ekki eiga sjö dagana sæla inni á Litla-Hrauni en hann lenti í átökum við tvo pilta á tvítugsaldrinum fyrir skömmu. Samkvæmt heimildum Vísis á Ríkharð að hafa verið skallaður í andlitið af nítján ára samfanga sínum eftir að hann á að hafa ruðst inn í klefa piltsins með það að markmiði að taka rafmagnstæki af honum í leyfisleysi. Sá yngri brást ókvæða við og sló Ríkharð niður í gólfið. Vísir leitaði eftir upplýsingum um málið hjá fangelsismálayfirvöldum. Þar fékkst staðfesting á því að átök hefðu átt sér stað. Ekki hefði þó þurft að kalla til sérstaka sérsveit, sem hefur sérstaklega verið efld vegna glæpasamtaka hér á landi. Þá hefðu pústrarnir ekki leitt af sér refsingu fyrir þá sem í hlut áttu. Samkvæmt heimildum Vísis á Ríkharð að hafa lent í samskonar samstuði við sautján ára pilt í fangelsinu. Þar beið Ríkharð einnig lægri hlut. Black Pistons á Íslandi hlaut nýverið stöðu Outlaws Prospect. Ríkharð, ásamt félaga sínum, Davíð Frey Rúnarssyni, voru handteknir í maí eftir að þeir eiga að hafa beitt mann, sem þeir réðust á og héldu nauðugum, hrottalegu ofbeldi. Þeir eru sakaðir um að hafa barið hann klukkustundum saman í höfuðið og líkama með ýmsum áhöldum, hýtt hann með þykkri rafmagnssnúru og hótað honum að skornar yrðu í sundur sinar á fótleggjum og tennur dregnar úr honum. Þeir sögðu fórnarlambinu að það skuldaði þeim tíu milljónir króna. Sá sem varð fyrir árásinni var áður hluti af Black Pistons klúbbnum. Enn fremur hefur lögreglan fengið upplýsingar um að Davíð Freyr hafi svipt annan mann frelsi og haldið föngnum og misþyrmt í bifreið og í iðnaðarhúsnæði. Ríkharð virðist þó njóta takmarkaðrar virðingar innan veggja Litla-Hrauns þar sem hann er uppnefndur sem „nunnan“ þar á bæ. Þegar heimildarmaður Vísis er spurður hversvegna hann sé kallaður það, svarar hann því til að Ríkharð þykir bera sig eins og nunna að mati samfanga.
Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Sjá meira