Innlent

Minni kostnaður vegna ferðalaga

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra. Mynd/GVA
Dregið hefur úr heildarkostnaði fjármálaráðuneytisins vegna utanlandsferða starfsmanna ráðuneytisins og flestra undirstofnana. Kostnaður ráðuneytisins vegna ferðanna auk dagpeninga var um 26 milljónir árið 2007 og um 30 milljónir árið eftir. 2009 og 2010 nam kostnaðurinn 21-22 milljónum.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, við fyrirspurn sem Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, beindi til Steingríms auk nokkurra annarra ráðherra.

Kostnaður undirstofnana fjármálaráðuneytisins vegna ferðalaga starfsmanna stóð ýmist í stað eða dróst saman fyrir utan ÁTVR og embætti ríkisskattstjóra. Ferða- og risnukostnaður ríkisskattstjóra var um 125 þúsund krónur árið 2007 en 1,2 milljónir á síðasta ári. Fyrir fjórum árum var kostnaðurinn hjá ÁTVR 2,3 milljónir og í fyrra var hann 4 milljónir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×