Innlent

Evrópuþingmaður kallar Íslendinga sjóræningja

Skoski Evrópuþingmaðurinn Struan Stevenson hefur gagnrýnt harðlega makrílveiðar Íslendinga og Færeyinga og segir að þjóðirnar tvær hagi sér eins og hverjir aðrir sjóræningjar þegar kemur að þessum veiðum.

Stevenson er varaforseti sjávarútvegsnefndar Evrópuþingsins og orðin lét hann falla eftir heimsókn til Hjaltlandseyja.

Stevenson segist hafa orðið fyrir áfalli þegar hann frétti af því að veiðar Íslendinga og Færeyinga gætu haft þau áhrif að makrílveiðar annarra Evrópuþjóða gætu misst stimpil sinn um sjálfbærni og endurnýjun stofnsins. Það hafi tekið mörg ár að ná þeim gæðastimpli og það yrði hörmulegt ef hann tapaðist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×