Viðskipti erlent

Waitrose hefur áhuga á að kaupa verslanir Iceland

Breska verslunarkeðjan Waitrose hefur lýst yfir áhuga sínum á að kaupa verslanir Iceland Foods.

Samkvæmt frétt á Reuters ætlar Waitrose ekki að bjóða í Iceland verslunarkeðjuna í heild en hefur áhuga á að ræða við þann sem kaupir Iceland um að kaupa hluta af þeim 750 verslunum sem Iceland rekur í dag.

Mark Price forstjóri Waitrose segir að þó liggi enn ekki fyrir hve margar verslanir keðjan vilji kaupa af Iceland.

Eins og kunnugt er af fréttum verður rúmlega 66% hlutur skilanefndar Landsbankans í Iceland settur í söluferli í sumar eða haust og virðast margir hafa áhuga á að kaupa keðjuna. Verðið fyrir hana er talið geta orðið allt að 2 milljarðar punda eða yfir 370 milljarða króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×