Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu fer aftur hækkandi

Heimsmarkaðsverð á olíu fer nú aftur hækkandi eftir að ljóst varð í gærdag að OPEC ríkin gátu ekki komið sér saman um aukna olíuframleiðslu á fundi sínum í Vín í gærdag.

Brentolían fór yfir 118 dollara á tunnuna í viðskiptum í gærkvöldi og bandaríska léttolían er aftur komin yfir 100 dollara á tunnuna.

Í frétt um málið á Reuters segir að talið er að auka þurfi framleiðslu á olíu um 1,9 milljón tunnur á dag til að mæta aukinni eftirspurn eftir henni á þriðja ársfjórðungi ársins.

Vangaveltur eru um að Saudi Arabar muni einhliða auka olíuframleiðslu sína um þetta magn enda hafa þeir getu til þess. Það voru Saudi Arabar sem einkum hvöttu til aukinnar framleiðslu á OPEC fundinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×