Innlent

Áfram snjóar fyrir norðan

Vaðlaheiðin, gengt Akureyri, gránaði niður í miðjar hlíðar í nótt og hitastigið í bænum fór niður í tvær gráður.

Víðar gránaði á Norðausturlandi í nótt og eru flestar heiðar alhvítar, samkvæmt myndavélum Vegagerðarinnar, og sjálfsagt hálkublettir sumstaðar.

Enn er spáð norðlægri átt og rigningu eða slyddu á Norðusturlandi og snjókomu til fjalla.  Næturfrost var á hálendinu, en það tefur enn fyrir að hægt verði að opna hálendisvegina. Þar eru víða fannir, sem eiga eftir að bráðna og svo þarf frost að fara úr jörðu og jarðvegurinn að þorna, áður en hægt verður að hleypa umferð á vegina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×